Saga Íslands II

Gunnar Karlsson, Magnús Stefánsson, Jónas Kristjánsson, Björn Th. Björnsson, Hallgrímur Helgason og Árni Björnsson

Saga Íslands II

3.285,- / 2.628,-

Saga Íslands II

Gunnar Karlsson, Magnús Stefánsson, Jónas Kristjánsson, Björn Th. Björnsson, Hallgrímur Helgason og Árni Björnsson

Þetta bindi nær yfir tímabilið frá því um 1100 til loka þjóðveldis að svo miklu leyti sem unnt er að rekja atburði í tímaröð. Auk stjórnmála- og atvinnusögu er hér sögð saga bókmennta, myndlistar og tónmennta, og að lokum er gerð grein fyrir daglegu lífi fólks á þessum öldum – eða almennum þjóðháttum. Eins og í fyrsta bindi eru í þessu margar myndir og uppdrættir lesmáli til skýringar.

 

Saga Íslands III

Sigurður Líndal, Björn Þorsteinsson, Magnús Stefánsson og Jónas Kristjánsson

Saga Íslands III

3.285,- / 2.628,-

Saga Íslands III

Sigurður Líndal, Björn Þorsteinsson, Magnús Stefánsson og Jónas Kristjánsson

Þetta þriðja bindi ritraðarinnar Sögu Íslands er einkum helgað stjórnskipunar- og kirkjusögu auk bókmenntasögu, og tekur það aðallega til tímaskeiðsins frá 1262 til miðrar 14. aldar. Er þetta mikil umbrotaöld og mjög viðburðarík. Í lok hennar má segja, að á Íslandi hafi verið komið á fót ríki undir forystu konungs og kirkju, áþekkt því sem var í öðrum löndum Evrópu á þeim tíma. Sú stjórnskipan og kirkjuskipan, sem þá var orðin föst í sessi, stóð síðan öldum saman, svo að lýsingu á henni er ekki unnt að binda við áðurgreint tímabil. Í bókmenntasögunni er einkum fjallað um Íslendingasögurnar, en flestar þær merkustu voru ritaðar á þessum tíma. Fjöldi mynda og uppdrátta er í ritinu lesmáli til frekari skýringar.

Saga Íslands IV

Ingi Sigurðsson, Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir og Hörður Ágústsson

Saga Íslands IV

3.285,- / 2.628,-

Saga Íslands IV

Ingi Sigurðsson, Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir og Hörður Ágústsson

Hér er sögð saga 14. aldar sem kölluð er norska öldin. Bókin hefst á yfirliti um sögu Evrópu á síðmiðöldum sem ætlað er að vera baksvið Íslandssögunnar, enda margvísleg tengsl á milli. Í sögu norsku aldarinnar er greint frá ytri högum landsmanna og atvinnuvegum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verslun og siglingum, ennfremur frá daglegu lífi og störfum fólks, mataræði þess, skemmtunum, klæðnaði og ferðalögum. Í lok kaflans er vikið að stjórnmálum, rakin stjórnmálasaga Norðurlanda og lýst veraldlegri valdstjórn á Íslandi. Bókinni lýkur með sérstökum kafla um húsagerð og hýbýlahætti. Fjöldi mynda og uppdrátta er í ritinu lesmáli til frekari skýringar. Einnig eru þar ýtarlegar ritaskrár sem eiga að auðvelda lesendum að afla frekari fróðleiks.

Ritstjóri: Sigurður Líndal

 

Saga Íslands IX

Anna Agnarsdóttir, Gunnar Karlsson og Þórir Óskarsson

Saga Íslands IX

4.490,- / 3.592,-

Saga Íslands IX

Anna Agnarsdóttir, Gunnar Karlsson og Þórir Óskarsson

Í níunda bindi Sögu Íslands er tekið fyrir tímabilið 1795-1874. Það hefst á endalokum Alþingis og upphafi Landsyfirréttar. Frá byrjun aldarinnar til 1815 geisaði mikill ófriður um alla Evrópu og m.a. stóð styrjöld milli Dana og Breta. Ísland lenti á áhrifasvæði Breta, en þeir viðurkenndu hlutleysi þess. Jörgen Jörgensen stóð fyrir byltingu á Íslandi 1809. Gerð er grein fyrir skóla- og menntamálum og vexti Reykjavíkur sem verður nú höfuðstaður Íslands, Í næsta þætti er tekið fyrir upphaf þjóðríkis á Íslandi. Gerð er grein fyrir hagvexti, fólksfjölda, þróun atvinnuvega og landstjórnarmálefnum. Þessu næst er rakin atburðarás frá lokum einveldis í Danmörku til stjórnarskrárinnar 1874. Loks er lýst fyrstu skrefum á lýðræðisbraut, þar á meðal lýðræðisstarfi almennings og breytingu á réttarstöðu kvenna. Bókmenntasagan í síðasta þætti er helguð rómantíkinni og henni lýkur þegar áhrifa raunsæisstefnunnar tekur að gæta.

Ritstjórar: Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason

Saga Íslands V

Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Jónas Kristjánsson og Björn Th. Björnsson

Saga Íslands V

4.225,- / 3.380,-

Saga Íslands V

Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Jónas Kristjánsson og Björn Th. Björnsson

Meginefni5. bindis  í ritröðinni Saga Íslands er saga 15. aldar og upphafs hinnar 16. Sagan hefst með plágunni miklu 1402-04 og lýkur þegar dansk-norska konungsvaldið hefur tryggt yfirráð sín á Íslandi. Lýst er umsvifum Englendinga hér og átökum þeirra við Þjóðverja; einnig innbyrðis erjum Íslendinga og vanmáttugri valdstjórn. Þá segir af árekstrum milli kirkju- og leikmannahöfðingja og hversu kirkjan efldist að auði og völdum, svo og trúarboðskap hennar og menntum. Loks er vikið að endalokum afkomenda Íslendinga á Grænlandi og hvernig Ísland kemur við sögu landafundanna. Í bókmenntasögunni er greint frá riddarasögum, fornaldarsögum, sagnadómum, rímum, helgikvæðum og veraldlegum kveðskap. Í myndlistarsögunni er lýst áhrifum gotneska stílsins, búnaði kirkna og sagt er frá einstökum listamönnum. Fjöldi mynda er í ritinu og nokkrir uppdrættir. Þar eru ítarlegar ritaskrár sem eiga að auðvelda lesendum að afla frekari fróðleiks.

Ritstjóri: Sigurður Líndal.

Saga Íslands VI

Helgi Þorláksson

Saga Íslands VI

4.225,- / 3.380,-

Saga Íslands VI

Helgi Þorláksson

Ritið Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds er hið sjötta í ritröðinni Saga Íslands og tekur til tímabilsins 1520-1640. Hér er sagt frá átökum siðbreytingartímans um miðbik 16. aldar og þeim umskiptum sem komu í kjölfarið. Vaxandi konungsvaldi fylgdu aukin afskipti yfirvalda og breyttir lífshættir. Þjóðin var svipt dýrlingum sínum og skyldi setja allt sitt traust á Krist. Sagt er frá svipmiklum mönnum eins og Jóni Arasyni og Guðbrandi Þorlákssyni sem eru fulltrúar tvennra tíma. Greint er frá ólíkum kjörum alþýðu og fyrirfólks og stiklað á hinu helsta um verslunareinokun, réttrúnað, Tyrkjarán og galdramál. Konungsvald þróaðist í ríkisvald og einveldi var í dögun. Fjöldi mynda er í ritinu, flestar í litum. Þá fylgja rækilegar ritaskrár.

Ritstjóri: Sigurður Líndal

Saga Íslands VII

Helgi Þorláksson, Óskar Halldórsson og Þóra Kristjánsdóttir

Saga Íslands VII

4.225,- / 3.380,-

Saga Íslands VII

Helgi Þorláksson, Óskar Halldórsson og Þóra Kristjánsdóttir

Íslandssaga árin 1640-85. Endurskoðuð er söguskoðun frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar við Dani um að öldin hafi verið dimm og dapurleg og víl og volæði einkennt landsmenn vegna kúgunar Dana, einokunar í verslun, einangrunar landsins, rétttrúnaðar og versnandi tíðarfars. Lengst af var góð tíð með miklum fiskafla, fólksfjölgun, nýbýlamyndun og hækkun jarðarverðs. Einokun verður með fullum þunga um 1670 og landsmenn áttu mikil samskipti við erlenda farmenn, bæði fiskimenn og kaupmenn. Glímt er við spurningar um framfarir og hnignun, framtaksleysi og kyrrstöðu og ætlaða bölvun einveldis og rétttrúnaðar. Allmikið segir frá búðarfólki og lausamönnum og hagsmunaárekstrum í samfélaginu. Árferði og hagir, verslun og viðskipti, híbýli, heilbrigðismál og samgöngur, veraldleg og kirkjuleg valdstjórn og Ísland og umheimurinn eru meginviðfangsefni. Bókmenntakaflinn er ítarlegasta yfirlit sem til þessa hefur verið samið um íslenskar bókmenntir frá siðbreytingu og fram á miðja átjándu öld. Rímur, galdrarit og sjálfsævisögur. Áhrif siðbreytingar og húmanisma á bókmenntir og fræðaiðkun skýrð og dregnar fram meginlínur í umfangsmikilli kveðskapariðju 16., 17. og 18. aldar. 

Mikil gróska einkennir íslenska myndlistarsögu 17. aldar enda koma þá fram í fyrsta sinn nafngreindir íslenskir listamenn og hafa verk þeirra varðsveist fram á vora daga. Þetta er tímabil kirkjugripa og af þeim hefur langmest varðveist. 

Fjöldi mynda prýðir þetta 7. bindi af Sögu Íslands, eins og hin fyrri, sem öll eru fáanleg.

Ritstjórar: Sigurður Líndal, Magnús Lyngdal Magnússon og Pétur Hrafn Árnason.

 

Saga Íslands VIII

Lýður Björnsson, Guðbjörn Sigurmundsson og Þóra Kristjánsdóttir

Saga Íslands VIII

4.380,- / 3.504,-

Saga Íslands VIII

Lýður Björnsson, Guðbjörn Sigurmundsson og Þóra Kristjánsdóttir

Áttunda bindið í ritröðinni Saga Íslands tekur til tímabilsins 1695-1795, auk þess er greint frá bókmenntasögu tímabilsins 1750-1840 og listasögu 18. aldar. Hér er fjallað um viðhorf landsmanna til 18. aldarinnar, gerð grein fyrir mannfjöldaþróun, stjórnskipun og stjórnsýslu, verslun og öðrum atvinnuvegum. Lengi var það trú manna að 18. öldin hefði verið öld hningnunar og einkennst af kúgun og niðurlægingu; þannig hafi drepsóttir, náttúruhamfarir og dönsk verslunareinokun haft afgerandi áhrif á þróun og viðgang mannlífs í landin. Þessi mynd er einhæf og ekki alls kostar rétt. Eftir 1750 verða til að mynda miklar framfarir í athafnalífi, lagður er grundvöllur að þéttbýlismyndun og um leið nútímaþjóðfélagi. Við lok 18. aldar verða skörp skil í íslenskri myndlistarsögu þegar gullöld hérlendrar kirkjulistar virðast líða undir lok. Um miðja öldina fer upplýsingin  að setja mark á bókmenntir og er saga þeirra rakin uns áhrifa rómantísku stefnunnar fer að gæta á fyrri hluta 18 aldar.

Ritstjórar: Sigurður Líndal og Magnús Lyngdal Pétursson

Saga Íslands X

Gunnar Kristjánsson, Þóra Kristjánsdóttir og Þórir Óskarsson

Saga Íslands X

4.490,- / 3.592,-

Saga Íslands X

Gunnar Kristjánsson, Þóra Kristjánsdóttir og Þórir Óskarsson

Í þessu bindi, sem er hið tíunda í ritröðinni Saga Íslands, er almenna sagan rakin frá 1974 til 1918. Upphafið er miðað við gildistöku fyrstu stjórnarskrárinnar, en lokin við fullveldi Íslands. Fyrst er gerð grein fyrir  íbúum og mannfjöldaþróun, atvinnubyltingu og breytingunni sem verður á lifnaðarháttum. Síðan er  stjórnmálasagan rakin, hæst ber heimastjórnina 1904 og sjálfstæðið 1918. Þá er greint frá bókmenntum tímabilið 1882 til 1918 og er sú saga auðkennd með orðunum raunsæi og rómantík. Loks er greint frá listum og handverki á 19. öld. Þessir tímar eru einhverjir þeir áhugaverðustu í sögu þjóðarinnar – mikið umbrotaskeið þar sem lagður er grunnur að nútímavæðingu Íslands. Ritið er prýtt mörgum myndum og uppdráttum til skýringar á efninu. 

Ritstjórar: Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason

 

Saga Íslands XI

Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal

Saga Íslands XI

7.900,- / 6.320,-

Saga Íslands XI

Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal

Í þessu XI og síðasta bindi Sögu Íslands er til umfjöllunar 90 ára skeið sem hefst í árslok 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki, og því lýkur í ársbyrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt samfélag.  Dregin er upp mynd af mannlífi og menningu í samfélagi sem var eitt hið fátækasta í Vestur-Evrópu en var um miðbik 20. aldar komið í hóp þeirra efnuðustu og hélt þeirri stöðu fram á 21. öld þótt ýmiss konar áföll riðu yfir þjóðina. Þá er greint frá sögu íslensk réttarfars á 20. öld og jafnframt dregnir upp meginþræðir íslensks menningarlífs og sjónum einkum beint að undirstöðum listsköpunar. Þetta eru miklir umbrotatímar í sögu þjóðarinnar sem veita jafnframt mikilvæga innsýn í helstu átakamál og viðfangsefni samtímans. Ritið er prýtt fjölmörgum ljósmyndum, kortum og myndritum sem glæða efnið lífi.

Saga Landsvirkjunar. Orka í þágu þjóðar

Sveinn Þórðarson

Saga Landsvirkjunar. Orka í þágu þjóðar

12.900,- / 10.320,-

Saga Landsvirkjunar. Orka í þágu þjóðar

Sveinn Þórðarson

Landsvirkjun er eitt umsvifamesta fyrirtæki Íslands í almannaeigu og hefur gegnt lykilhlutverki við að nýta orkuauðlindir landsins. Hún hefur staðið fyrir sumum vandasömustu stórframkvæmdum fyrir sumum vandasömustu stórframkvæmdum Íslandssögunnar, viðkvæmum og umdeildum vegna tengsla við atvinnustefnu, byggðaþróun og náttúruvernd. Þessi bók segir hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar, 1965 til 2015, jafnframt því sem yfirlit er veitt um sögu raforkunnar á Íslandi frá upphafi og þræðir raktir fram yfir 2020. Í þessari glæsilegu bók er brugðið er upp svipmyndum úr samtímaheimildum og efnið skýrt með fjölda ljósmynda, korta og skýringarmynda.

Sálkönnun og sállækningar

Sigurjón Björnsson

Sálkönnun og sállækningar

1.070,- / 856,-

Sálkönnun og sállækningar

Sigurjón Björnsson

Í þessu riti er gerð grein fyrir fræðikenningum Sigmundar Freuds og helstu fylgismanna hans um gerð og starfsemi sálarlífsins. Helstu tegundum sálsýki er lýst með hliðsjón af sömu kenningum. Þá er fjallað um algengustu tegundir sállækninga: sálkönnun, léttari sállækningar, hóplækningar og sállækningar á börnum. Þá er kafli um grundvallaratriði geðverndar.

Útgáfuár: 1983

Sálmabækur 16. aldar, I og II

Sálmabækur 16. aldar, I og II

14.500,- / 11.600,-

Sálmabækur 16. aldar, I og II

Í fyrra bindinu er handbók og sálmakver Marteins biskups Einarssonar 1555 og Sálmabók Gísla biskups Jónssonar 1558. Í öðru bindi er Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar 1559. Þessir sálmar sem höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu eru nú loks aðgengilegir almenningi.
Bók Marteins Einarssonar var prentuð í Kaupmannhöfn 1555 og ber heitið „Ein kristilig handbog …“. Hún er þrískipt, í fyrsta lagi handbók fyrir kennimenn, í öðru lagi sálmasafn og í þriðja lagi nokkrar predikanir.Sálmabók Gísla Jónssonar er prentuð í Kaupmannahöfn 1558 undir titlinum „Að Guðs lof megi ætíð aukast …“

Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar er prentuð á Hólum í Hjaltadal 1589 og heitir: „Ein ný sálmabók með mörgum andlegum sálmum …“ Í sálmabók Guðbrands eru nótur með mörgum sálmanna sem segja má að hafi verið nýjung í slíkri útgáfu og hafði mikil áhrif á guðsþjónustuhald og menningu.

Þessi rit höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu og áttu einnig drjúgan þátt í varðveislu íslenskunnar og eru því mikilvæg fyrir íslenska málsögu og tónlistarsögu. Með þeim voru kynntir fjölmargir erlendir bragarhættir og jafnframt var ýtt undir skáld að yrkja sálma og veraldleg kvæði á íslensku.

Samdrykkjan

Platon

Samdrykkjan

3.700,- / 2.960,-

Samdrykkjan

Platon

SAMDRYKKJAN ásamt Um fegurðina I.6. eftir Plótínos

Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang og skýringar.
1999.

Samdrykkjan er ein af líflegustu samræðum Platons og jafnan álitin eitt hans mesta listaverk. Hér fara enda saman lýsing á manninum Sókratesi og sumar af merkustu og áhrifaríkustu hugmyndum Platons. Umræðuefnið er ástin og sviðið drykkjuveisla að hætti Grikkja þar sem gestir skemmta sér við ræðuhöld. Þetta form á heimspekiriti varð raunar fyrirmynd nýrrar bókmenntagreinar í fornöld. Meira er þó vert um þau áhrif sem kenningar Platons hér um ástina sem þrá eftir ódauðleika og fegurð – og á endanum eftir hinu fagra sjálfu – höfðu í gegnum nýplatónisma á kirkjufeður og kristni og þar með á vestræna hugsun allt fram yfir endurreisnartímann. Með þessari útgáfu Samdrykkjunnar fylgir ritgerð um fegurðina eftir Plótínos, upphafsmann nýplatonisma fornaldar, þar sem hann túlkar og endurhugsar kenningu Platons.

Gestirnir í Samdrykkju Platons skiptast á að halda lofræður um Eros. Eins og nærri má geta fjalla þeir fyrst og fremst um ástir milli karlmanna sem voru í ákveðnum myndum viðtekið lífsmynstur á Grikklandi til forna og má fræðast nokkuð um tilhögun þess af þessu verki. Bitastæðastur er hlutur Sókratesar í samræðunni. Hann rekur þá kenningu að Eros sé sjálfur hvorki fagur né góður, heldur sé eðli hans þrá eftir hinu góða og eftir nokkurs konar ódauðleika sem menn öðlast með getnaði – ýmist getnaði barna eða andlegra afurða, svo sem skáldskapar eða heimspeki. Sá sem þroskar þessa getnaðarhvöt rétt fer í gegnum stigveldi þar sem ást hans beinist fyrst að fegurð einstaks líkama en verður að ást á fegurð allra fagurra líkama, þá á fegurð í siðvenjum og vísindum og loks á sjálfri frummynd fegurðarinnar. Sköpunarverkin eru þeim mun fullkomnari eftir því sem þau eru getin í æðri fegurð og getur ástin á frummynd fegurðarinnar af sér sanna dyggð.

Um fegurðina er útbreiddasta verk Plótínosar. Þar ræðir hann eðli fegurðarinnar og samband hennar við mannssálina með þeirri niðurstöðu að fegurðin sé upprunnin í upphafi alls sem er, hinu góða sjálfu, og sé fyrsta birtingarmynd þessarar uppsprettu í heiminum. Sem fyrr segir byggir Plótínos mjög á Samdrykkjunni og fleiri verkum Platons.

Eyjólfur Kjalar Emilsson gerir báðum verkunum og áhrifum þeirra skil í inngangi. Eftir Platon eru einnig til Lærdómsritin Gorgías, Menón, Ríkið og Síðustu dagar Sókratesar.

Samfélagssáttmálinn

Jean-Jacques Rousseau

Samfélagssáttmálinn

3.490,- / 2.792,-

Samfélagssáttmálinn

Jean-Jacques Rousseau

Þýðing: Björn Þorsteinsson og Már Jónsson sem einnig ritar inngang.

Samfélagssáttmáli Rousseaus er sígilt stjórnspekirit og ein merkasta ritsmíð höfundarins, sem jafnframt því að teljast til færustu rithöfunda á franska tungu er álitinn einn af merkari hugsuðum síðari alda. Rousseau nálgast viðfangsefni sitt af vandvirkni – hugmyndin var sautján ár að komast á blað í endanlegu horfi – en jafnframt af gríðarlegri andagift og frumleika. Hann hafði megna óbeit á misrétti og leit svo á að manneskjan væri í eðli sínu góð, en hefði smám saman spillst sökum brenglaðra tengsla manna í millum í gölluðum samfélögum.

Verkið var samstundis bannað fyrst þegar það kom út árið 1762. Voru hugmyndir Rousseaus um sjálfræði einstaklingsins og gagnrýni hans á stjórnvöld og kaþólska trú taldar andstæðar siðum og reglum og hann var álitinn boða stjórnleysi. Samfélagssáttmálinn var þó prentaður á laun og hlaut mikla útbreiðslu. Þegar franska byltingin skall loks á var Rousseau hylltur sem faðir hennar, þótt raunar hvetti hann ekki til átaka heldur boðaði einatt frið og samninga. Í ritinu lýsir hann þeirri skipan stjórnarfars og mannlífs sem hann taldi heppilega, þó ekki í útópískum anda heldur samkvæmt því sem hann taldi almenn sannindi um samfélög manna. Hann lagði til algildan regluramma sem miða mætti úrbætur við, en taldi ekki nauðsynlegt að útfæra hann í smáatriðum. Ýmsar hugmyndir hans eru sóttar til hinna merku stjórnspekinga aldanna á undan, til að mynda Lockes, Hobbes og Macchiavelli, en engan þeirra telur hann hafa gert viðfangsefninu rétt eða fullnægjandi skil. Hans eigin hugmyndir eru frumlegar og oft róttækari en það sem forverar hans höfðu haft fram að færa og þar sem hann tekur upp hugmyndir annarra er það í því skyni að fella þær inn þannig að henti hans eigin kenningu. Stíll Rousseaus er iðulega persónulegur og mótaður hvort tveggja af mælsku höfundar og sterkri siðferðilegri sýn á stjórnmál, öfugt við hina köldu rökvísi sem einatt einkennir rit á þessu sviði.

Íslensk útgáfa Samfélagssáttmálans hlýtur að teljast nokkur tíðindi. Henni fylgir greinargóður inngangur Más Jónssonar um tilurð verksins og ævi hins sérstæða höfundar þess.

Samræður um trúarbrögðin

David Hume

Samræður um trúarbrögðin

3.490,- / 2.792,-

Samræður um trúarbrögðin

David Hume

Þýðing: Gunnar Ragnarsson.

Inngang ritar Páll S. Árdal.

Heimspekingurinn David Hume má teljast einn merkasti hugsuður 18. aldar og er fyrst og fremst kunnur af efahyggju sinni og veraldarhyggju, en einnig telst hann til helstu merkisbera breskrar raunhyggju. Eitt meginrita hans, Rannsókn á skilningsgáfunni, þar sem fjallað er um þessi efni, hefur einnig komið út í röð Lærdómsrita. Rit hans um trúarbrögðin hefur þó einnig orðið áhrifamikið og verið talið til bestu verka hans. Þótt Hume hætti ekki á að gefa út í lifanda lífi verk sem hyggi svo fast að stoðum kristindómsins, varði hann banalegunni í að betrumbæta ritið og gera ráðstafanir til að það mætti koma fyrir augu almennings, sem það gerði fyrst árið 1779.

Í bókinni hafnar Hume því að hægt sé að uppgötva nokkuð um heiminn án tilstuðlunar skynfæranna. Þar með talin er þá einnig tilvist Guðs, sem hann telur að sé ávallt leidd af forsendum handan reynslunnar. Verkið hefur form tólf samræðna þar sem takast á Kleanþes, málsvari hinna svonefndu skipulagsraka fyrir tilvist Guðs, Demea, dulhyggjumaður sem vill byggja trúna á opinberun, og loks efasemdamaðurinn Fílon, sem má telja næsta öruggt að tali fyrir munn höfundarins sjálfs. Skipulagsrökin, sem voru um um langa hríð veigamestu rök kirkjunnar manna, felast í því að hin flókna gerð heimsins hljóti að eiga sér sambærilega orsök við manngerðar vélar, það er að segja hugvit vitsmunaveru, en sá hugur sem gert hefur heiminn hljóti að vera miklum mun stórkostlegri en mannshugurinn og tilheyri því guðlegri veru. Rökin eru talin hafa það helst til síns ágætis að þau séu einmitt reist á reynslu okkar af heiminum. Þetta hrekur Hume þó með afgerandi hætti. Hann bendir meðal annars á að við getum ekki dregið ályktun um orsök hlutar ef við höfum aðeins reynslu af afleiðingunni. Ályktanir okkar um orsakasamband byggjast á reynslu af því að sams konar fyrirbæri fari saman og í tilfelli Guðs er ekkert til sem er sambærilegt, og raunar þekkjum við líka aðeins einn heim. Í samræðunum sem á eftir fara koma fram ýmsar snjallar röksemdafærslur með og á móti tilvist Guðs, sem verðugar eru umhugsunar enn í dag, þrátt fyrir að aðstæður hafi breyst frá tímum Humes.

Í inngangi að Samræðum um trúarbrögðin fjallar Páll S. Árdal ítarlega um efni verksins og ævi og hugsun höfundarins.

Uncategorized

Showing 193–208 of 302 results