Saga Íslands XI

Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal

Saga Íslands XI

7.900,- / 6.320,-

Saga Íslands XI

Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal

Í þessu XI og síðasta bindi Sögu Íslands er til umfjöllunar 90 ára skeið sem hefst í árslok 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki, og því lýkur í ársbyrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt samfélag.  Dregin er upp mynd af mannlífi og menningu í samfélagi sem var eitt hið fátækasta í Vestur-Evrópu en var um miðbik 20. aldar komið í hóp þeirra efnuðustu og hélt þeirri stöðu fram á 21. öld þótt ýmiss konar áföll riðu yfir þjóðina. Þá er greint frá sögu íslensk réttarfars á 20. öld og jafnframt dregnir upp meginþræðir íslensks menningarlífs og sjónum einkum beint að undirstöðum listsköpunar. Þetta eru miklir umbrotatímar í sögu þjóðarinnar sem veita jafnframt mikilvæga innsýn í helstu átakamál og viðfangsefni samtímans. Ritið er prýtt fjölmörgum ljósmyndum, kortum og myndritum sem glæða efnið lífi.

Saga Íslands XI

7.900 kr.