14.500,- / 11.600,-
Sálmabækur 16. aldar, I og II
Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar er prentuð á Hólum í Hjaltadal 1589 og heitir: „Ein ný sálmabók með mörgum andlegum sálmum …“ Í sálmabók Guðbrands eru nótur með mörgum sálmanna sem segja má að hafi verið nýjung í slíkri útgáfu og hafði mikil áhrif á guðsþjónustuhald og menningu.
Þessi rit höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu og áttu einnig drjúgan þátt í varðveislu íslenskunnar og eru því mikilvæg fyrir íslenska málsögu og tónlistarsögu. Með þeim voru kynntir fjölmargir erlendir bragarhættir og jafnframt var ýtt undir skáld að yrkja sálma og veraldleg kvæði á íslensku.