Saga Íslands V

Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Jónas Kristjánsson og Björn Th. Björnsson

Saga Íslands V

4.225,- / 3.380,-

Saga Íslands V

Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Jónas Kristjánsson og Björn Th. Björnsson

Meginefni5. bindis  í ritröðinni Saga Íslands er saga 15. aldar og upphafs hinnar 16. Sagan hefst með plágunni miklu 1402-04 og lýkur þegar dansk-norska konungsvaldið hefur tryggt yfirráð sín á Íslandi. Lýst er umsvifum Englendinga hér og átökum þeirra við Þjóðverja; einnig innbyrðis erjum Íslendinga og vanmáttugri valdstjórn. Þá segir af árekstrum milli kirkju- og leikmannahöfðingja og hversu kirkjan efldist að auði og völdum, svo og trúarboðskap hennar og menntum. Loks er vikið að endalokum afkomenda Íslendinga á Grænlandi og hvernig Ísland kemur við sögu landafundanna. Í bókmenntasögunni er greint frá riddarasögum, fornaldarsögum, sagnadómum, rímum, helgikvæðum og veraldlegum kveðskap. Í myndlistarsögunni er lýst áhrifum gotneska stílsins, búnaði kirkna og sagt er frá einstökum listamönnum. Fjöldi mynda er í ritinu og nokkrir uppdrættir. Þar eru ítarlegar ritaskrár sem eiga að auðvelda lesendum að afla frekari fróðleiks.

Ritstjóri: Sigurður Líndal.

Saga Íslands V

4.225 kr.