Tryggvi Magnússon listmálari Allt meðan mynd fylgir máli.

Andrés Úlfur Helguson

Tryggvi Magnússon listmálari Allt meðan mynd fylgir máli.

8.900,- / 7.120,-

Tryggvi Magnússon listmálari Allt meðan mynd fylgir máli.

Andrés Úlfur Helguson

Í bókinni er fjallað um litríka ævi Tryggva Magnússonar (1900-1960) en hann teiknaði skjaldarmerki Íslands og var fyrsti atvinnuteiknarinn og brautryðjandi í auglýsingateiknun á Íslandi. Bókin er ríkulega myndskreytt og fjölbreytt yfirlit fæst yfir verk þessa áhugaverða listamanns
Ævi hans fléttast saman við marga helstu atburði Íslandssögunnar á fyrri hluta 20. aldar enda kom Tryggvi víða við menningarsöguna og var sannkallaður þúsundþjalasmiður.Tryggvi naut mikillar hylli meðal þjóðarinnar meðan han lifði. Með þessari bók endurnýjast þau kynni og fjölbreytt yfirlit fæst yfir verk þessa áhugaverða listamanns.

Uggur og ótti og Endurtekningin

Søren Kierkegaard

Uggur og ótti og Endurtekningin

6.490,- / 5.192,-

Uggur og ótti og Endurtekningin

Søren Kierkegaard

Tvö bindi í öskju.

Uggur og ótti. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Inngang ritar Kristján Árnason.

Endurtekningin. Þýðandi: Þorsteinn Gylfason sem einnig ritar inngang.

Danski heimspekingurinn Søren Kierkegaard er einn sérstæðasti hugsuður heimspekisögunnar og æði örðugt að skipa honum á tiltekinn bás, þótt hitt dyljist engum að verk hans eru einstaklega hrífandi og rituð bæði af listfengi og andagift. Hin frumlega og persónulega heimspeki hans hefur þó ekki síður aflað Kierkegaard aðdáenda og er hann ekki að ósekju nefndur faðir hinnar svonefndu tilvistarstefnu eða „existensíalisma“ á 20. öld. Ofar öllu er hann þó kristinn hugsuður sem í öllum verkum sínum leitast einlæglega við að útleggja inntak þess að vera kristin manneskja og deilir auk þess hart á samtíma sinn, sér í lagi hina bragðdaufu skopstælingu á kristninni sem hin danska kirkja boðaði þar sem innantómar ytri trúarathafnir, svo sem ferming og skírn, áttu að duga til sáluhjálpar manna. Hið persónulega samband mannsins við guðdóminn hlaut að skipta öllu máli, val hvers og eins, sem í augum Kierkegaards var blint stökk til trúar sem engin rök geta legið til grundvallar. Annar ásteitingarsteinn hans var heimspeki Hegels, sem hann taldi reista á sandi með því að hún gleymdi einstaklingnum og reyndi að selja sjálfa trúna undir söguleg lögmál.

Uggur og ótti og Endurtekningin komu út samdægurs,16. október 1843, sitt undir hvoru dulnefninu, eins og raunar flest verk höfundarins. Höfundur Uggs og ótta, sem ber undirtitilinn „þrætubókarljóð“, er sagður vera Johannes de Silentio, þótt atvik úr lífi Kierkegaards komi þar mjög við sögu, en hann hafði skömmu áður rift trúlofun sinni við stúlku sem hann elskaði engu að síður. Í verkinu leitast hann við að draga fram kjarna kristninnar og kröfu hennar til einstaklingsins með ítarlegri útleggingu á sögu Gamla testamentisins af fórn Abrahams á syni sínum Ísak að kröfu Guðs og án skynsamlegrar ástæðu. Hann teflir hinni gyðing-kristilegu heimsskoðun fram gegn þeirri forngrísku með samanburði á Abraham og Agamemnon sem fórnaði dóttur sinni Ífigeníu til að friða guðina sem neituðu að veita gríska flotanum byr. Kierkegaard leggur áherslu á beint samband við guð og trúna sem verkefni fyrir lífið en söguna telur hann sýna hvernig trúin sé tvöföld hreyfing sem í senn er afsal þess sem manni er kærast og endurheimt þess. Rök Kierkegaards eru margslungin og til marks um einstaka djúphygli hans og innsæi. Þetta verk ber jafnframt öðrum fremur vitni um stílsnilld og skáldskapargáfu höfundar.

Endurtekningin er skrifuð undir nafni Constantins Constantinusar, með undirtitlinum sálfræðitilraun, og er umfjöllunarefnið ástarraunir ungs manns, sem á sér raunar beina samsvörun í lífi Kierkegaards sjálfs sem hann túlkar með hliðsjón af frásögn Gamla testamentisins um Job. Endurtekningunni er varpað fram sem andstæðu endurminningar í hugmyndum Grikkja til forna og verða þessi tvö hugtök að andstæðum valkostum, hliðstæðum andstæðunum trú og trúleysi. Þær eru hvor sín tegund hreyfingar, endurtekningin hreyfing til framtíðar en endurminningin til fortíðar. Ástin og trúin þarfnast endurtekningar, að kjósa hana er til marks um þroska og til þess þarf kjark en endurminningin er einkenni æskunnar, staðfestuleysis fagurkerans.

Ritin eru gefin út saman í öskju.

 

Ull verður gull

Magnús Guðmundsson

Ull verður gull

3.499,- / 2.799,-

Ull verður gull

Magnús Guðmundsson

Safn til iðnsögu Íslendinga. Ullariðnaður Íslendinga ásíðari hluta 19. aldar og á 20. öld.

Bókin fjallar um elstu iðngrein Íslandinga, ullariðnað, og greinir frá þróun hennar á vélaöld.

Um ánauð viljans

Marteinn Lúther

Um ánauð viljans

6.490,- / 5.192,-

Um ánauð viljans

Marteinn Lúther

Tvö bindi í öskju.

Þýðendur: Jón Árni Jónsson og Gottskálk Þór Jensson sem einnig ritar inngang ásamt Sigurjóni Árna Eyjólfssyni.

Klofningur Lúthers frá kaþólsku kirkjunni er einn stærsti atburðurinn í sögu kristninnar og markar um leið tímamót í sögu Evrópu. Gagnrýni Lúthers, sem beindist meðal annars gegn aflátssölu, veraldarvafstri kirkjunnar og meintum óskeikulleika páfa, auk túlkunar kirkjunnar á ýmsum atriðum kristindómsins, varð til þess að hann var settur út af sakramentinu árið 1521. Hann hélt hins vegar áfram að berjast af einurð fyrir umbótum og deildi hart á andstæðinga sína í ritum sínum.

Um ánauð viljans er ávöxtur ritdeilu Lúthers við Erasmus frá Rotterdam. Hér kristallast þau átök sem voru að eiga sér stað á milli siðbótarinnar og fornmenntastefnunnar, sem Erasmus tilheyrði. Lúther fjallar í verkinu um ýmis efni sem hann greindi á um við kirkjuyfirvöld, svo sem útskúfun og útvalningu, náðina, fyrirgefninguna og eðli guðs, en meginþemað er mannlegur vilji sem hann taldi að væri fjötraður af þeirri nauðsyn sem felst í stöðu mannsins gagnvart Guði.

Lúther er þó ekki málsvari forlagahyggju. Erasmus hafði haldið því fram að frjáls vilji væri nauðsynlegur til þess að maðurinn gæti valið rétta breytni en að mati Lúthers er það náðin ein sem getur veitt mönnum sáluhjálp. Viljahugtak hins síðarnefnda ber hins vegar ekki að skilja sem hlutlausan hæfileika til að velja milli tveggja kosta, heldur innra vilja sem markar lífsstefnu manns og stjórnar tilfinningum hans og athöfnum. Þessi vilji stendur upphaflega til syndarinnar en snýst þegar Guð er að verki í manninum – þótt það hafi ekki endilega í för með sér að allar athafnir hans verði góðar.

Lúther sakar Erasmus um að fara kæruleysislega með hugtakið og átta sig ekki á því að frjáls vilji – það er vilji sem getur valið sáluhjálpina, valið orð og verk Guðs – er ekki á færi neins nema Guðs eins. Að öðrum kosti stæði maðurinn fyrir utan og ofan sköpunarverkið.

Um ánauð viljans var ritað á latínu en var strax þýtt á þýsku og náði töluverðri útbreiðslu. Gildi verksins felst ekki síst í skarpri ritskýringu Lúthers á ýmsum stöðum
ritningarinnar, auk heimspekilegrar umfjöllunar hans um nokkur erfiðustu viðfangsefni guðfræðinnar. Verkið er hér gefið út í tveimur bindum og fylgja því bæði inngangur eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson, þar sem röksemdir Lúthers eru teknar saman og skýrðar, og ritgerðin Lúther og latínan þar sem Gottskálk Þór Jensson fjallar um latínumenningu í kringum siðaskipti.

Um ellina

Marcus Tullius Cicero

Um ellina

3.490,- / 2.792,-

Um ellina

Marcus Tullius Cicero

Þýðing: Kjartan Ragnars.

Inngang og skýringar ritar Eyjólfur Kolbeins.

Marcus Tullius Cicero var uppi á 1. öld fyrir Krist, þegar stóð yfir gullöld rómverskra bókmennta og umbrotaskeið í stjórnmálum rómverska ríkisins. Cicero lét mikið að sér kveða á báðum sviðum, enda er nafn hans enn meðal þeirra frægustu úr fornöld. Um ellina er eitt aðgengilegasta heimspekirit þessa meistara latneskrar tungu og hefur verið víðlesið að fornu sem nýju.

Ritið er stutt samræða í aristótelískum stíl, en ólíkt samræðum Platóns er þar einni persónu falið að reifa umfjöllunarefnið lungann úr bókinni; hér hinum sögufræga Cató eldra, sem er látinn mæla fram sjónarmið Ciceros sjálfs. Höfundur beitir þeirri aðferð í röksemdafærslu sinni að taka saman þær staðhæfingar sem helst eru hafðar sem rök fyrir því að ellin sé böl og hrekja skipulega hverja fyrir sig. Þannig andmælir hann fyrst þeirri skoðun að ellin útiloki menn frá störfum sínum, þá að hún dragi úr þreki þeirra, að hún svipti þá lífsnautn og loks að vissan um nánd dauðans hefti lífsgleði fólks.

Cicero hafði tvo um sextugt þegar hann samdi samræðuna, en starfsþrek hans og afköst höfðu þó síst dvínað með aldrinum. Ári síðar var hann myrtur af pólitískum andstæðingum sínum. Í verki sínu um ellina tekst hann á við veigamiklar spurningar, fyrst og fremst þá hvernig lífinu skuli háttað þannig að ellin verði manni jafndýrmæt og önnur æviskeið, en einnig ræðir hann um dauðann og hvort hann beri að óttast sem böl eða taka sem blessun. Röksemdir Ciceros sverja sig hér sem oftar í ætt við stóuspeki, þótt hann fylgi þeirri stefnu ekki í einu og öllu. Í ritum sínum reynir hann að túlka gríska hugsun fyrir Rómverjum og bætist því við eigið vægi þeirra heimildagildi um hinar hellenísku heimspekikenningar, auk þess sem hann skrifaði fyrstur manna um ýmis heimspekileg efni á latínu og átti þar með ríkan þátt í sköpun þess tungutaks sem mótað hefur hugsun og fræðastarf á evrópskum málum.

Um vináttuna fylgir inngangur Eyjólfs Kolbeins, þar sem hann greinir frá skipan rómverska lýðveldisins á dögum Ciceros, starfsferli ræðuskörungsins og persónu hans, sem er óvenjulega vel þekkt af fjölda sendibréfa hans til vinar síns Atticusar.

Eftir Cicero hefur einnig komið út Lærdómsritið Um vináttuna.

Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

Freidrich Schiller

Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

3.490,- / 2.792,-

Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

Freidrich Schiller

Þýðing: Arthúr Björgvin Bollasonog Þröstur Ásmundssonsem einnig ritar inngang.

Friedrich Schiller var eitt af höfuðskáldum Þjóðverja og stjóð jafnframt í fremstu röð þeirra heimspekinga er kenndir hafa verið við þýska hughyggju. Þótt Schiller hafi ætíð verið dáðastur fyrir ljóð sín og leikrit höfðu skrif hans um heimspeki, sér í lagi fagurfræði, rík áhrif, meðal annars á hugsuði á borð við Hegel, og hugmyndir hans um sjálfræði listarinnar og hlutverk listamannsins í mannlegu samfélagi eiga tvímælaust erindi í umfjöllun um nútímalist.

Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins er eitt helsta heimspekirit Schillers og skýrasta framsetning hans á fagurfræði sinni, enda þótt stíllinn beri skáldskapargáfu höfundarins  vitni. Verkið birtist í tímaritinu Die Horen árið 1795 og var tilefni þess vonbrigði Schillers með afdrif frönsku byltingarinnar og þann farveg sem hún lagðist í. Hann gagnrýnir harkalega siðmenningu samtímans, greinir ástand stjórnmála og samfélags á þessum umbrotatímum og byggir á þeirri greiningu kenningu sína um hlutverk listarinnar jafnframt því sem hann leitast við að setja fram nýja skilgreiningu á fegurðinni.

Samkvæmt kenningu Schillers, sem var í rökréttu framhaldi af fagurfræði Kants, hefur jafnvæginu milli frumhvata mannsins, efnishvatar og formhvatar, verið raskað í samfélagi þar sem menn hafa fjarlægst náttúruna og ofuráhersla er lögð á skynsemina. Í slíku ástandi nær fólk ekki að þroskast og verða heilsteyptar siðferðisverur. Til þess þarf þriðja aflið að koma til, það sem Schiller nefnir leikhvöt, eða listræna reynslu, sem tengi aftur skynsemi og skynjun, opni augu mannsins fyrir hinu fagra og geri hann heilan. Listin gegnir þannig, í augum Schillers, lykilhlutverki fyrir þróun einstaklinga og mannlegs samfélags í átt til heilbrigði og frelsis. Fegurðin er, eins og sannleikurinn, sjálfstæð og óháð geðþóttavaldi og hana er ekki hægt að nýta í þágu tilfallandi markmiða.

Þröstur Ásmundsson, annar þýðenda verksins, ritar að því greinargóðan inngang um lífshlaup Schillers, ritferil hans og viðtökur, og skýrir ítarlega lykilatriðin í kenningu hans um fagurfræði.

Um holdgun orðsins

Aþanasíus frá Alexandríu

Um holdgun orðsins

3.490,- / 2.792,-

Um holdgun orðsins

Aþanasíus frá Alexandríu

Þýðing: Kristinn Ólason. Inngang ritar Einar Sigurbjörnsson.

Aþanasíus biskup í Alexandríu , einn kirkjufeðranna, var einn áhrifamesti hugsuður frumkristninnar. Hugmyndir hans um eðli heilagrar þrenningar höfðu mótandi áhrif á helstu kennisetningar kirkjunnar og má t.d. sjá merki þeirra í trúarjátningu kristinna manna nútímans.

Um kvikmyndalistina

Rudolf Arnheim

Um kvikmyndalistina

3.490,- / 2.792,-

Um kvikmyndalistina

Rudolf Arnheim

Þýðing: Björn Ægir Norðfjörð sem einnig ritar inngang.

Er kvikmyndagerð listgrein eða afþreyingariðnaður? Sumt list, annað ekki? Í hverju felast listrænir eiginleikar
kvikmyndarinnar? Höfundur Um kvikmyndlistina (e. Film as art), Rudolf Arnheim (1904-2007) var þekktur kvikmyndarýnir.

Um lög

Tómas af Aquino

Um lög

3.490,- / 2.792,-

Um lög

Tómas af Aquino

Þýðandi: Þórður Kristinsson.
Inngang ritar Garðar Gíslason.

Með útgáfu þessarar bókar kemur í fyrsta sinn út á íslensku heildstæður hluti af verkum Tómasar af Aquino, sá hluti stórvirkisins Summa Theologiæ sem snýr að eðli  laga. Höfundurinn var merkasti skólaspekingur og guðfræðingur miðalda, hann tilheyrði reglu Dóminíkana og ritaði hin umfangsmiklu og gríðarlega áhrifamiklu verk sín á síðari hluta 13. aldar. Felast áhrif Tómasar á kristna trú, heimspeki og samfélag fyrst og fremst í því að hann tókst á hendur að samþætta kennisetningar kristninnar og forngríska heimspeki, sér í lagi kenningar Aristótelesar. Hann var þeirrar skoðunar að ýmis atriði trúarinnar mætti styðja skynsamlegum rökum og ætlaði sér með Summa Theologiæ að setja fram á nýjan og skýrari hátt byggingu gervallrar guðfræðinnar. Verk hans bera að miklu leyti uppi trúfræði hinnar rómversk-kaþólsku kirkju.

Um lög er í senn lögspekirit, siðfræði og guðfræði og er kafli úr öðrum hluta Summa Theologiæ en hefð er fyrir því að gefa hann út sem sjálfstætt rit. Hér er fengist við siðferðislíf mannsins og takmark tilveru hans og byggir Tómas vitaskuld á siðfræði Aristótelesar. Höfuðspurningin sem höfundur leitast við að svara í ritinu lýtur að eðli laga, áhrifum þeirra og tegundum, sem Tómas greinir í eðlislög eða náttúrulög, eilíf lög, lög manna og guðslög.
Lög eru, í huga Tómasar, fjarri því að vera reglur sem valdhafar þvinga uppá fólk í því skyni að halda því í skefjum, heldur „ráðstöfun skynseminnar sem skipar til almannaheillar“.  Hin svokölluðu eilífu lög eru fólgin í skipan heimsins, stjórn hans samkvæmt guðlegri forsjá, en eðlislögin birtast í skynsemi mannsins og siðferðisvitund. Þannig birtast hin eilífu lög í skynsemisverum. Lög mannanna eru aftur á móti nánari útfærsla á eðlislögum en Guðslögin þau sem Guð hefur birt mönnum opinberlega í Biblíunni og með boðorðum sínum.

Sú kenning að lögin séu óháð mannlegu valdi og mönnum ekki í sjálfsvald sett – það sem Tómas kallar eðlislög en nefnast oftar náttúruréttur – hefur komið fram í ýmsum myndum fyrir tíma Tómasar og fram á okkar daga, og jafnan verið umdeild. Hér er hún sett fram á hvað skýrastan og kunnastan hátt með þeim röksemdum að réttlát lagasetning löggjafa bindi samviskuna, með því að þau hljóti kraft sinn frá hinum eilífu lögum. Þeim lögum sem séu skynsamleg, í samræmi við þá skipan sem birtist í eðli mannsins, beri að hlýða en ranglátum lögum, sem löggjafinn setur í öðru skyni, ekki sökum þess eins að þau séu sett af valdhafa með formlega réttum hætti.

Um lög kemur út með fróðlegum inngangi Garðars Gíslasonar þar sem ritið er sett í samhengi við lífshlaup og samtíma heilags Tómasar og helstu atriði verksins eru skýrð. Gagnlegir viðaukar fylgja í bókarlok.

Um lög og lögfræði

Sigurður Líndal

Um lög og lögfræði

4.900,- / 3.920,-

Um lög og lögfræði

Sigurður Líndal

Í bók þessari er leitast við að skýra nokkur grundvallaratriði í lögskipan þjóðfélagsins með megináherslu á helstu réttarheimildir. Þau fræði sem hér er fjallað um og kalla má inngangsfræði, hafa þá sérstöðu að ná með einum eða öðrum hætti til allra sérgreina lögfræðinnar og hafa að auki náin tengsl við greinar utan hennar svo sem guðfræði, heimspeki, þar á meðal rökfræði, siðfræði og túlkunarfræði, við sagnfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og sálfræði og er þó engan veginn allt talið. Megináherslan er á gildandi lögskipun, en að auki er gerð grein fyrir sögulegum og stjórnspekilegum rótum hennar.

Kaflaheiti eru þessi: Grundvöllur laga, Réttarheimildir, Settur réttur, Kjarasamningar, Réttarvenja – venjuréttur, Fordæmi, Viðauki – um heimild dómstóla til að setja lög, Stjórnsýslufordæmi, Meginreglur laga og Eðli máls. Þetta er 2. útgáfa bókarinnar, lítillega endurskoðuð.

Um mildina

Lucius Annaeus Seneca

Um mildina

3.700,- / 2.960,-

Um mildina

Lucius Annaeus Seneca

„Ekki þarf hann að reisa há borgarvirki eða múra um brattar hæðir til að verjast árás, né brjóta af hlíðum fjalla, byggja um sig margfalda múra og reisa turna. Mildin færir konungi öryggi fyrir opnum tjöldum. Ástúð þegnanna ein er vörn sem ekkert sigrar.“

Seneca ritaði Um mildina sem leiðsagnarrit fyrir hinn unga keisara Nero, fyrrum nemanda sinn, skömmu eftir að hann komst til valda. Hann leggur þar áherslu á þá kosti sem góður stjórnandi þarf að hafa til að bera eins og mildi og sanngirni og byggir þar á stóuspekihugmyndum sem einkenndu hugsun hans. Hér birtist þýðing Hauks Sigurðssonar úr latínu auk ítarlegs inngangs hans og skýringa.

 

Um sálgreiningu

Sigmund Freud

Um sálgreiningu

3.490,- / 2.792,-

Um sálgreiningu

Sigmund Freud

Þýðing: Maia Sigurðardóttir.

Inngang ritar Símon Jóh. Ágústsson.

Árið 1909 var Sigmund Freud boðið til Bandaríkjanna til að flytja fimm erindi við Clark-háskóla á 20 ára afmæli skólans og birtast þau í þessu riti. Erindi Freuds veita alþýðlegt og greinargott yfirlit um uppruna sálgreiningarinnar og helstu atriðin í hinni frægu kenningu höfundarins. Helstu umfjöllunarefni hans hér eru eðli kynhvatarinnar, tilfinningalíf barna, sefasýki og túlkun drauma.

Mikilvægi framlags Freuds til sálarfræðinnar og áhrif kenninga hans á mannskilning og lífssýn nútímamanna dyljast engum. Þótt ýmsar tilgátur hans séu umdeildar og aðrar taldar afsannaðar er aðferðum hans enn beitt í ríkum mæli á sviði sállækninga og hugtakakerfi hans hefur öðlast fastan sess meðal sálfræðinga. Mikilvægi Freuds felst ekki síst í þeim áhrifum sem hann hafði á samstarfsmenn sína og sporgöngumenn sem nýttu innsæi hans og frjóa hugsun til nýrrar kenningasmíðar. Það má því segja að hann hafi lokið upp dyrunum að nýrri og víðari sýn á sálarlíf mannsins en fyrir hafði verið.
Kjarninn í kenningu Freuds felst í aðgreiningu persónuleikans í þrjá meginþætti; frumsjálfið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Frumsjálfið leitast við að svala óbeisluðum grundvallarhvötum í samræmi við eitt af meginlögmálum sálarlífsins, vellíðunarlögmálið. Eftir því sem barn þroskast víkur þetta lögmál fyrir veruleikalögmálinu, sem birtist í því að barnið lærir að laga hegðun sína að efnislegum og veraldlegum kröfum. Yfirsjálfið metur síðan gerðir og hugsanir mannsins í samræmi við þau siðaboð sem hafa innhverfst, breyst úr ytri boðum og bönnum í samvisku. Önnur lykilatriði eru sú hugmynd Freuds að persónuleiki manna sé sterkt mótaður af reynslu þeirra í frumbernsku og kenningin um varnarhætti sjálfsins gegn kvíða og vanlíðan, þar á meðal bælingu tilfinninga og minninga, tilfærslu og göfgun. Það vill gleymast, sökum frægðar kenninganna í einfölduðum og afbökuðum myndum, að Freud var læknismenntaður skynsemishyggjumaður sem taldi að allt sálarlíf væri lögmálsbundið og að sálkönnunin færi okkur þekkingu sem bjargi fólki frá því að verða strengjabrúður hvata sinna. Því er þó ekki að neita að kenningar hans eru oft djarfar og ekki lausar við vankanta.

Inngangur Símons Jóh. Ágústssonar veitir greinargóða innsýn í lífshlaup og fræði Freuds, en besti inngangurinn að kenningum sálgreiningarinnar er án efa fyrirlestrarnir sjálfir.

Um sársauka annarra

Susan Sontag

Um sársauka annarra

3.490,- / 2.792,-

Um sársauka annarra

Susan Sontag

Þýðing: Uggi Jónsson

Inngang ritar Hjálmar Sveinsson

Um sársauka annarra er síðasta fræðiverk bandaríska rithöfundarins Susan Sontag. Sontag, sem lést árið 2004, skipaði um áratuga skeið stóran sess í bandarísku menningarlífi. Hún naut mikillar hylli fyrir skarpskyggni, frumleika og hæfileika en skoðanir hennar voru jafnframt umdeildar enda vílaði hún ekki fyrir sér að ganga gegn viðteknum hugmyndum um siðferði, stjórnmál ogsvo nefnda há- og lágmenningu. Hún var menntuð í heimspeki og bókmenntum og lagði meðal annars stund á kvikmyndagerð, skáldskap og menningarrýni – en það voru skrif hennar á því sviði sem gátu henni hvað mesta frægð.

Eitt af þeim fyrirbærum samtímans sem Sontag voru hugleikin var hlutverk ljósmynda í samtímanum, ekki síst þegar þær eru fluttar okkur sem fréttir af hörmungum annarsstaðar í heiminum. Í þessari bók beinir hún sjónum að hinum margræðu og mótsagnakenndu áhrifum sem fréttamyndirnar alltumlykjandi hafa á hina öruggu sem þekkja stríð ekki nema í gegn um þær. Í ljósi sögu mynda af þjáningum og dauða annars fólks, allt frá ættingum Goya og ljósmyndum úr bandarísku borgarastyrjöldinni til sjónvarpsmynda frá hryðjuverkaárásunum á New York og stríðsátökum í Bosníu, Ísrael og Palestínu, greinir hún viðbrögð þeirra sem verða vitni að þjáningum, dauða og grimmd án þess að vera viðstaddir. Þegar myndirnar vekja samúð, eins og þeim er ætlað, fylla þær okkur jafnframt tilfinningu um eigið getuleysi gagnvart hinum ljósmynduðu atburðum sem eilíflega er um seinan að koma í veg fyrir – og gagnvart hörmungunum sem við vitum að okkur berast ekki fréttir af. En þær geta líka orkað sem hvatning til ofbeldis og hefndar, eða slævt samúð okkar, þegar þær berast okkur jafn ört og raun ber vitni. Þá eru ljósmyndirnar ekki berstrípaðar staðreyndir heldur hefur samhengið, það sem okkur er sagt um myndefnið, áhrif á skynjun okkar og viðbrögð; myndirnar eru líka áróðursverkfæri þeirra sem heyja stríðin. Um fjöllun Sontag um þessa þætti og fleiri í siðferðilegu, sálrænu og samfélagslegu hlutverki stríðsljósmynda einkennist af innsæi, næmi og vitsmunalegri ástríðu.

Hjálmar Sveinsson ritar inngang um feril Sontag og tengsl þessa verks við fyrri skrif hennar um lík efni.

Um skáldskaparlistina

Aristóteles

Um skáldskaparlistina

3.490,- / 2.792,-

Um skáldskaparlistina

Aristóteles

Þýðing: Kristján Árnason sem einnig ritar inngang.

Eftir heimspekinginn Aristóteles er varðveittur gríðarlegur fjöldi rita sem spanna flestar þær fræðagreinar sem til voru um hans daga. Áhrif hans á hina svokölluðu skólaspeki miðalda eru vel kunn og hugmyndir hans og hugtök hafa mótað heimspekisöguna allar götur síðan. Um skáldskaparlistina, það rit sem hér birtist, fór þó ekki að njóta hylli fyrr en á nýöld þegar vinsældir skólaspekinnar fóru óðum dvínandi en skáld og listamenn tóku að leita eftir fornum fyrirmyndum.

Þessi bók mun vera elsta heillega ritið sem til er um skáldskaparfræði og er talið vera fyrirlestrar sem Aristóteles flutti fyrir nemendur sína. Þó er glataður seinni hluti verksins, um skopleiki, sem greinilega hefur átt að fylgja í kjölfar greinargerðar Aristótelesar fyrir harmleiknum og söguljóðunum. Í samræmi við aðra heimspeki sína greinir hann náttúrulega þróun harmleiksins, sem stefnir að sínu eiginlega formi, og raunar eru rætur alls skáldskapar að hans mati náttúrulegar: hvöt til að líkja eftir og nautn fólks af eftirlíkingunum, sem tengist eðlislægri þekkingarþrá mannsins. Kenning Aristótelesar um verkan harmleikja er að þeir veiti ákveðna útrás eða kaþarsis fyrir þær vorkunnar- og skelfingartilfinningar sem þeir vekja þegar vel tekst til. Hann telur að harmleikirnir forði þannig fólki frá því að verða ofurselt þessum tilfinningum í eigin lífi og rekur þær aðferðir sem skáldin geta beitt til þess að verkið verði sem best, hvernig sagan skuli vera og hvernig beri að ná fram áhrifum með hvörfum og kennslum.

Aristóteles er því ósammála kennara sínum Platoni, sem taldi skáldskap skaðlegan og vildi úthýsa honum úr fyrirmyndarríki sínu. Þvert á móti lítur Aristóteles svo á að harmleikur feli í sér almenn sannindi, ekki það sem hefur gerst í raun og veru heldur það sem gæti gerst, athafnir og viðbrögð ákveðinnar manngerðar og að hin almennu sannindi séu æðri hinum sértæku sem sagnfræðin greinir frá. Í inngangi að ritinu fjallar Kristján Árnason um meginhugmyndir verksins í samhengi við viðhorf til skáldskapar að fornu og nýju.

Eftir Aristóteles hafa einnig komið út Lærdómsritin Frumspekin I og Siðfræði Níkomakkosar.

Um skáldskaparmenntina

Árni Sigurjónsson

Um skáldskaparmenntina

4.900,- / 3.920,-

Um skáldskaparmenntina

Árni Sigurjónsson

Um skáldskaparmenntina er safn ritgerða eftir Árna Sigurjónsson um bókmenntafræði og mælskufræði. „Þær varpa m.a. ljósi á verk Halldórs Laxness, Níelsar skálda og á ferðafrásagnir“ Íslendinga um Sovétríkin á árunum milli heimsstyrjalda. Þá eru grunnhugtök mælskufræði kynnt en sú grein skipaði veglegan sess í skólum Vesturlanda í margar aldir.

Um skipulag bæja. Aldarspegill

Guðmundur Hannesson o.fl.

Um skipulag bæja. Aldarspegill

5.900,- / 4.720,-

Um skipulag bæja. Aldarspegill

Guðmundur Hannesson o.fl.

Í ár eru liðin hundrað ár frá útkomu ritsins Um skipulag bæja, eftir Guðmund lækni Hannesson, sem olli þáttaskilum í skipulagsvinnu hér á landi. Í tilefni af tímamótunum er verk Guðmundar endurútgefið og jafnframt annað verk sem geymir 5 greinar eftir Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, Pétur H. Ármannsson, Salvöru Jónsdóttur, Dag B. Eggertsson og þau Sigrúnu Magnúsdóttur og Pál Pétursson, þar sem kallast er á við verk Guðmundar og gaumgefið hversu vel hugmyndir hans hafa staðist tönn tímans.

Uncategorized

“Uggur og ótti og Endurtekningin” hefur verið bætt í vörukörfuna þína. View cart

Showing 257–272 of 308 results