Um sársauka annarra

Susan Sontag

Um sársauka annarra

3.490,- / 2.792,-

Um sársauka annarra

Susan Sontag

Þýðing: Uggi Jónsson

Inngang ritar Hjálmar Sveinsson

Um sársauka annarra er síðasta fræðiverk bandaríska rithöfundarins Susan Sontag. Sontag, sem lést árið 2004, skipaði um áratuga skeið stóran sess í bandarísku menningarlífi. Hún naut mikillar hylli fyrir skarpskyggni, frumleika og hæfileika en skoðanir hennar voru jafnframt umdeildar enda vílaði hún ekki fyrir sér að ganga gegn viðteknum hugmyndum um siðferði, stjórnmál ogsvo nefnda há- og lágmenningu. Hún var menntuð í heimspeki og bókmenntum og lagði meðal annars stund á kvikmyndagerð, skáldskap og menningarrýni – en það voru skrif hennar á því sviði sem gátu henni hvað mesta frægð.

Eitt af þeim fyrirbærum samtímans sem Sontag voru hugleikin var hlutverk ljósmynda í samtímanum, ekki síst þegar þær eru fluttar okkur sem fréttir af hörmungum annarsstaðar í heiminum. Í þessari bók beinir hún sjónum að hinum margræðu og mótsagnakenndu áhrifum sem fréttamyndirnar alltumlykjandi hafa á hina öruggu sem þekkja stríð ekki nema í gegn um þær. Í ljósi sögu mynda af þjáningum og dauða annars fólks, allt frá ættingum Goya og ljósmyndum úr bandarísku borgarastyrjöldinni til sjónvarpsmynda frá hryðjuverkaárásunum á New York og stríðsátökum í Bosníu, Ísrael og Palestínu, greinir hún viðbrögð þeirra sem verða vitni að þjáningum, dauða og grimmd án þess að vera viðstaddir. Þegar myndirnar vekja samúð, eins og þeim er ætlað, fylla þær okkur jafnframt tilfinningu um eigið getuleysi gagnvart hinum ljósmynduðu atburðum sem eilíflega er um seinan að koma í veg fyrir – og gagnvart hörmungunum sem við vitum að okkur berast ekki fréttir af. En þær geta líka orkað sem hvatning til ofbeldis og hefndar, eða slævt samúð okkar, þegar þær berast okkur jafn ört og raun ber vitni. Þá eru ljósmyndirnar ekki berstrípaðar staðreyndir heldur hefur samhengið, það sem okkur er sagt um myndefnið, áhrif á skynjun okkar og viðbrögð; myndirnar eru líka áróðursverkfæri þeirra sem heyja stríðin. Um fjöllun Sontag um þessa þætti og fleiri í siðferðilegu, sálrænu og samfélagslegu hlutverki stríðsljósmynda einkennist af innsæi, næmi og vitsmunalegri ástríðu.

Hjálmar Sveinsson ritar inngang um feril Sontag og tengsl þessa verks við fyrri skrif hennar um lík efni.

Um sársauka annarra

3.490 kr.