Hæstiréttur í hundrað ár – Ritgerðir

Hæstiréttur í hundrað ár – Ritgerðir

12.500,- / 10.000,-

Hæstiréttur í hundrað ár – Ritgerðir

Þess er minnst 16. febrúar 2020 að 100 ár eru liðin frá því að Hæstiréttur Íslands tók til starfa. Saga réttarins er samofin sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki náðist sá mikilvægi árangur sjálfstæðisbaráttunnar að æðsta dómsvaldið í málefnum Íslendinga færðist í hendur þeirra sjálfra með stofnun Hæstaréttar árið 1920. Í riti þessu sem hefur að geyma 18 ritgerðir eftir 22 höfunda er fjallað um valda málaflokka og réttarsvið sem hafa verið til umfjöllunar á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun réttarins og hann hefur komið að því að móta með einum eða öðrum hætti.

Hæstiréttur í hundrað ár – Saga

Arnþór Gunnarsson

Hæstiréttur í hundrað ár – Saga

14.900,- / 11.920,-

Hæstiréttur í hundrað ár – Saga

Arnþór Gunnarsson

Þess var minnst 16. febrúar 2020 að 100 ár væru liðin frá því að Hæstiréttur Íslands tók til starfa. Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Í þessu riti er aldarsaga réttarins rakin. Hún er samofin sjálfstæðisbaráttunni og þróun stjórnmála innanlands. Oft hefur gustað um Hæstarétt og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi. Þetta er viðburðarík saga sem varpar ljósi á íslenskt samfélag og kemur á óvart.

Heiman og heim

Ritstjóri: Birna Bjarnadóttir

Heiman og heim

5.600,- / 4.480,-

Heiman og heim

Ritstjóri: Birna Bjarnadóttir

Guðbergur Bergsson er lykilhöfundur íslenskra nútímabókmennta, einn af merkari höfundum Evrópu og einn mikilhæfasti þýðandi heimsbókmennta á íslensku. Bókin Heiman og heim geymir sýn erlendra og innlendra skálda, rithöfunda, myndlistarmanna, þýðenda og fræðimanna á sköpunarverk Guðbergs. Hún byggir að stórum hluta á erindum sem flutt voru honum til heiðurs á alþjóðlegu málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands 1. júní 2013 og við veitingu heiðursdoktorsnafnbótar þann sama dag. Hér birtist einnig æviágrip Guðbergs Bergssonar og fáeinar ljósmyndir úr lífi hans, þökk sé Guðbergsstofu, safni um líf og feril Guðbergs í Kviku, auðlinda- og menningarhúsi.

Höfundar greina eru Eric Boury, Hans Brückner, Ármann Jakobsson, Enrique Bernárdez, Erik Skyum-Nielsen, Massimo Rizzante, Birna Bjarnadóttir, Colm Tóibín og Ástráður Eysteinsson. Að auki geymir bókin viðtal Kristínar Ómarsdóttur við Guðberg Bergsson og smásögu eftir Luísa Costa Gomes.

Helgakver

Helgi Hálfdánarson

Helgakver

3.490,- / 2.792,-

Helgakver

Helgi Hálfdánarson

Inngang ritar Einar Sigurbjörnsson.

Kristilegur barnalærdómur eftir lúterskri kenningu eftir séra Helga Hálfdánarson prestaskólakennara kom út árið 1877. Árið eftir var það gert að löggiltu fermingarkveri, hinu fyrsta eftir íslenskan höfund, og var prentað ásamt nýrri þýðingu Helga á Fræðunum minni eftir Martein Lúther, sem fylgja einnig þessari útgáfu kversins. Ritinu, sem hefur frá upphafi í daglegu tali gengið undir nafninu „Helgakver“, var ætlað að svara þörfinni fyrir skýrt og aðgengilegt fræðslurit fyrir unglinga, sem á Íslandi áttu fæstir kost á tilsögn lærðra kennara. Varð það ráðandi í fermingarfræðslu allt fram undir 1930 og mótaði því að miklu leyti trúarskilning landsmanna um fimmtíu ára skeið og fram eftir öldinni.

Helgi Hálfdánarson var vinsæll og virtur kennari, skáldmæltur og lét eftir sig fjölda frumortra og þýddra sálma, auk þess sem hann sat um tíma á Alþingi. Höfundareinkenni Helgakvers eru fyrst og fremst tær og greinileg framsetning Helga á grundvallaratriðum kristindómsins, lipur og aðgengilegur stíll hans og skarpur skilningur á trúarsetningunum.

Kverið skiptist í tvo hluta. Fyrstur er „Trúarlærdómur“ þar sem fjallað er skipulega um trúaratriðin samkvæmt efnisskiptingu trúarjátningarinnar, um tilvist Guðs, eiginleika hans og heilaga þrenningu, sköpunina og kristinn mannskilning, þá um endurlausnarverk Jesú Krists, náðarverk hins heilaga anda og loks um dauðann og hinn hinsta dóm. Síðari hlutinn, „Siðalærdómur“, fjallar um kristilega siðfræði, sér í lagi um fyrirmyndina í Jesú, eðli dyggða og skyldu og hinar ólíku skyldur okkar gagnvart Guði, sjálfum okkur, öðrum mönnum og samfélaginu öllu. Skilningur Helga á trú og siðgæði var sá að trúin væri hið persónulega samband hvers og eins við guðdóminn. Siðgæðið væri hins vegar breytnin, ávöxtur hinnar innri trúar, sem verður að lífi þar sem hið góða er ráðandi. Hvort er þó hinu ætíð nauðsynlega undirorpið.

Kverið féll úr almennri notkun með tilkomu nýrra sjónarmiða í fræðslumálum og guðfræði. Utanbókarlærdómur sem kennsluaðferð sætti gagnrýni, sem og framsetning sem einkenndist um of af kreddufestu. Engu að síður má þessi kennslubók í kristnum fræðum teljast merkileg, bæði sem heimild um trúarlegt uppeldi Íslendinga fyrr á tímum, en einnig efnislega, sem útlagning á hinni kristnu kennisetningu. Þá hafa hin minni fræði Lúthers að geyma þau almikilvægustu grundvallaratriði trúarinnar sem guðfræðingurinn mikli taldi hvert mannsbarn verða að þekkja.

Einar Sigurbjörnsson rekur útgáfusögu beggja verka, og sögu slíkra kvera almennt, skilmerkilega í fróðlegum inngangi.

Hjálpræði efnamanns

Klemens frá Alexandríu

Hjálpræði efnamanns

3.490,- / 2.792,-

Hjálpræði efnamanns

Klemens frá Alexandríu

Þýðing: Clarence E. Glad sem einnig ritar inngang og skýringar.

Heilagur Klemens frá Alexandríu var einn af hinum svonefndu kirkjufeðrum. Hann starfaði í borginni Alexandríu í Egyptalandi á ofanverðri 2. öld eftir Krist og hafði mikil áhrif á mótun kristinnar trúar með því að flétta fyrstur kristinna manna skipulega saman gríska heimspeki og hina gyðing-kristilegu hugsun. Því er ljóst að menningarsögulegt mikilvægi verka hans er ekki einskorðað við sögu kristninnar heldur snertir það alla sögu evrópskrar hugsunar.

Í Hjálpræði efnamanns fjallar Klemens um dæmisögu Jesú um hinn ríka mann sem sé torveldara að fá inngöngu í himnaríki en úlfalda er að komast í gegnum nálarauga og þau ráð hans til auðugra að gefa fátækum allt sitt. Þetta er raunar fyrsta þekkta rit kristninnar sem fjallar sérstaklega um þetta efni. Túlkun Klemensar er á þá leið að orð Jesú beri ekki að skilja bókstaflega, heldur sem svo að það sé sóknin í auð en ekki eigurnar sjálfar sem hindrar sáluhjálp hins ríka. Veraldlegar eigur eru hlutlaus verkfæri sem má nota til góðs eða ills. Slíkur ytri auður er enda annarlegur og ólíkur hinum innra, „eiginlega“ auði hins dyggðuga manns. Meðferð Klemensar á dæmisögunni, sem fellur í megindráttum undir svokallaða allegóríska túlkun, veitir áhugaverða innsýn í túlkunaraðferðir frumkristninnar en lengi var deilt um hvernig bæri að skilja þessi orð Krists.

Í ljósi þessa skilnings skýrir hann svo hvernig megi læra rétta notkun auðs, hreinsa sál sína og losna undan ástríðum eins og fégræðgi. Siðfræði Klemensar er undir áhrifum frá grískri heimspeki, einkanlega stóuspeki, enda hlaut hann gríska menntun og þekkti vel til heimspeki Platons, Aristótelesar og stóuspekinganna. Hann var þeirrar skoðunar að heimspekin færði manni heim mikilvæga þekkingu á sjálfum sér, heiminum og Guði, þótt hún væri að vísu ekki nema hjálpartæki á vegi mannsins til hjálpræðis.

Þessari veglegu útgáfu Hjálpræðis efnamanns fylgja fjórir viðaukar og ítarleg ritaskrá auk viðamikils inngangs Clarence E. Glad um verk Klemensar, ævi og aðstæður í árdaga kristninnar.

Einnig hefur komið út sem Lærdómsrit fyrsti hluti Fræðarans, eins meginverks Klemensar frá Alexandríu.

Hlutafélög, einkahlutafélög og fjármálamarkaðir

Stefán Már Stefánsson

Hlutafélög, einkahlutafélög og fjármálamarkaðir

6.500,- / 5.200,-

Hlutafélög, einkahlutafélög og fjármálamarkaðir

Stefán Már Stefánsson

Rit þetta fjallar um hlutafélög og einkahlutafélög og lýsir ítarlega þeim réttarreglum sem gilda um þessi félagaform. Jafnframt fjallar ritið um fjármálastarfsemi, m.a. um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja, Fjármálaeftirlitið, skipulega verðbréfamarkaði og skipulega tilboðsmarkaði. Reglum er lýst sem gilda í kauphallarviðskiptum t.d. um innherjaviðskipti og yfirtökuboð.

Bókin hefur verið notuð til kennslu en öllum sem koma að rekstri fyrirtækja og fjármálastarfsemi mun gagnast hún sem ítarleg handbók.

Höfuðljóð

Leifur Breiðfjörð

Höfuðljóð

5.500,- / 4.400,-

Höfuðljóð

Leifur Breiðfjörð

Höfuðljóð er nýstárleg bók. Tólf ljóðskáld tókust á við þá áskorun að semja ljóð út frá höfuðmyndum listamannsins Leifs Breiðfjörð en jafnframt birtast hér myndir hans: tólf hausar, tólf ljóð. Þannig mætast þrettán öflugir listamenn og leiða saman ólík form og búa til nýjan galdur sem orkar á lesendur á frumlegan og skapandi hátt.

Ljóðskáldin eru: Anton Helgi Jónsson, Einar Már Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sjón, Soffía Bjarnadóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eldjárn og Þórdís Gísladóttir

Hóladómkirkjur til forna

Þorsteinn Gunnarsson

Hóladómkirkjur til forna

3.900,- / 3.120,-

Hóladómkirkjur til forna

Þorsteinn Gunnarsson

Í bókinni er varpað nýju ljósi á íslenskar miðaldadómkirkjur og fyllt í eyður í húsagerðarsögu landsmanna. Sagt er frá timburdómkirkjunum fjórum, sem stóðu á Hólum í Hjaltadal áður en núverandi steinkirkja var byggð 1757-1763. Jónskirkju, sem reist var upp úr 1106. Jörundarkirkju, reist um 1280, Péturskirkju 1395 og Halldórukirkju 1625-1627.

Hér er greitt úr margri flækju við túlkun heimilda, eldri rannsóknir teknar til endurskoðunar og birtar teikningar af kirkjunum fjórum, sem byggja á rannsóknum höfundar, auk fjölmargra skýringarteikninga og ljósmynda. Byggingarsaga kirknanna er rakin og greint frá smíði þeirra, stærð og gerð.

Höndlað við Pollinn

Jón Þ. Þór

Höndlað við Pollinn

4.995,- / 3.996,-

Höndlað við Pollinn

Jón Þ. Þór

Verslun og viðskipti hafa verið undirstöðuþáttur í atvinnu- og mannlífi á Akureyri og við innanverðan Eyjafjörð allt frá því að fyrsta skipið hlaðið verslunarvöru renndi inn fjörðinn og lagðist við Festarklett á landnámsöld.

Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás.

Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem margar hafa ekki birst á prenti áður og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara.

Hugleiðingar um frumspeki

René Descartes

Hugleiðingar um frumspeki

3.490,- / 2.792,-

Hugleiðingar um frumspeki

René Descartes

Þýðandi: Þorsteinn Gylfason sem einnig ritar inngang.

René Descartes er talinn til mestu heimspekinga fyrr og síðar. Verk hans eru til marks um byltingu í aðferðafræði heimspeki og vísinda og hann er jafnan talinn faðir nútímaheimspeki. Hugleiðingar um frumspeki, sem fyrst komu út árið 1641, eru frægasta verk hans og jafnframt eitt mikilvægasta rit heimspekisögunnar.

Descartes setti sér það markmið að smíða áreiðanlegan grunn undir þekkingu og vísindi og skapaði í reynd þá þekkingarfræði sem allsráðandi hefur orðið á nýöld. Í Hugleiðingunum beitir hann efahyggju sem verkfæri til að komast að því hvort hann geti vitað nokkuð með algjörri vissu. Niðurstaða hans er víðfræg: „Ég hugsa, þess vegna
er ég til“ – það er að segja: þótt hann geti efast um allar skynjanir sínar, efnisheiminn og hin augljósustu sannindi, er honum eftir sem áður með öllu ómögulegt að efast um tilveru sjálfs sín, hugarins sem hefur efasemdirnar.

Á grundvelli þessarar uppgötvunar leiðir Descartes síðan rök að tilvist Guðs og aðgreiningu sálar og líkama. Þær hugmyndir sem eru jafnskýrar og jafngreinilegar og skynjun sannindanna um eigin tilveru geta ekki verið rangar. Descartes telur að slík sé bæði hugmynd okkar um Guð og hugmyndin um hugann sem verund óháða líkamanum. Röksemdir hans eru reyndar margslungnar og frumlegar og ollu hatrömmum deilum eftir að bókin kom fyrst út. Kaþólska kirkjan bannaði verk Descartes eftir dauða hans enda þótt hann legði sig fram um að sleppa gegnum nálarauga hennar og tileinkaði meðal annars Hugleiðingarnar guðfræðideild Svartaskóla.

Þær eru raunar skrifaðar innan hefðar sem fyrst og fremst á sér trúarlegar rætur. Formið er „eintal sálarinnar“ og hugleiðingar með þessu sniði voru algengar í trúarritum á fyrstu öldunum eftir siðaskipti, gjarnan með því móti að ein hugleiðing var fyrir hvern dag vikunnar. Upphaf þessarar bókmenntagreinar má rekja til Játninga heilags Ágústínusar og ýmsar hliðstæður eru raunar með verkunum tveimur, en í höndum Descartes verður eintalið röklegt verk sem miðar að traustum sannleiksgrunni undir vísindin fremur en því að þekkja Guð. Stíll Descartes er hvorki upphafinn né tyrfinn heldur einstaklega látlaus og skýr, svo að þessi hornsteinn nútímaheimspeki er auðlesinn og hrífandi jafnt fyrir leika sem lærða.

Formáli Þorsteins Gylfasonar er ítarleg ritgerð um heimspeki Descartes þar sem einnig er tæpt á sögu Hugleiðinganna og menningarlífi í Evrópu og á Íslandi við upphaf nýaldar.

Annað höfuðverk Descartes, Orðræða um aðferð, hefur einnig komið út sem Lærdómsrit.

Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen

Ingi Sigurðsson

Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen

3.380,- / 2.704,-

Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen

Ingi Sigurðsson

Magnús Stephensen dómstjóri (1762-1833) var helsti leiðtogi upplýsingarinnar hér á landi og forystumaður í íslenskum menningarmálum í heilan mannsaldur. Hann var mikilvirkur rithöfundur og tók margvísleg efni til meðferðar í ritum sínum. Í þessari bók er hugmyndafræði hans greind og sett í sögulegt samhengi.

Útgáfuár: 1996

 

Hugvit þarf við hagleikssmíðar

Haukur Már Haraldsson og Ögmundur Helgason

Hugvit þarf við hagleikssmíðar

3.499,- / 2.799,-

Hugvit þarf við hagleikssmíðar

Haukur Már Haraldsson og Ögmundur Helgason

Safn til iðnsögu Íslendinga. Frætt um faratæki og ferðabúnað ásamt kafla um glerslípun og speglagerð.

Bókin segir frá gerð ferðabúnaðar og smíði faratækja. Lýst er verksiði og vinnubrögðum söðlasmiða, meðan hestar og hestvagnar voru helstu faratækin. Vagnasmiðir voru um skeið mikilvæg iðnaðarmannstétt, bifreiðasmiðir leystu þá af hólmi. Meginhluti bókarinnar er yfirlit um sögu bifreiðasmíða, en umsvif á því sviði hafa verið meiri en almenningi er kunnugt. Þá er greint frá ýmis konar þjónustu sem tengist bifreiðaiðngreinum.

Húsameistari í hálfa öld

Björn G. Björnsson

Húsameistari í hálfa öld

9.900,- / 7.920,-

Húsameistari í hálfa öld

Björn G. Björnsson

Fáir íslenskir arkitektar hafa átt lengri og viðburðaríkari starfsævi en Einar Erlendsson. Enginn varð til að skrá þá merku sögu á meðan Einars naut við en sjálfur gaf hann sig lítt að því að ræða eða skrifa um eigin störf. Nú hefur loks verið ráðin nokkur bót á með því yfirlitsriti sem hér lítur dagsins ljós. Björn G. Björnsson á þakkir skildar fyrir að heiðra minningu hins merka húsameistara með glæsilegri samantekt um ævi hans og verk.

Sigríður Björk Jónsdóttir byggingarlistfræðingur ritar um þátt Einars Erlendssonar í myndun Reykjavíkur og mótun hinnar íslensku steinsteypuklassíkur.

Hvað er lífið?

Erwin Schrödinger

Hvað er lífið?

3.700,- / 2.960,-

Hvað er lífið?

Erwin Schrödinger

„Aðeins við samvinnu gífurlegs fjölda frumeinda koma tölfræðileg lögmál til skjalanna og stjórna hegðun slíkra frumeindasafna af nákvæmni sem verður því meiri sem frumeindirnar eru fleiri. Það er þannig sem atburðarásin fær með sanni einkenni reglufestu. Öll eðlis- og efnafræðileg lögmál sem vitað er um að gegni mikilvægu hlutverki hjá lífverum eru þannig tölfræðilegs eðlis.“

Erwin Schrödinger er þekktur fyrst og fremst fyrir uppgötvanir sínar í eðlisfræði, en hann hlaut nóbelsverðlaun 1933 fyrir niðurstöður sínar um bylgjueðli efnisins. Í Hvað er lífið? er markmið hans að greina erfðir og skipulag lifandi efnis frá sjónarmiði skammtafræðinnar. Útkoman er merkilegt rit sem hefur í næstum 80 ár verið fjölmörgum líffræðingum innblástur — og vakið deilur.

Guðmundur Eggertsson þýddi

Í bragar túni

Óskar Halldórsson

Í bragar túni

5.900,- / 4.720,-

Í bragar túni

Óskar Halldórsson

Óskar Halldórsson varð lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands árið 1968 og starfaði við skólann í rösklega áratug. Þessi bók hefur að geyma safn ritgerða hans um bókmenntir, einkum um íslenskar fornsögur og ljóðagerð á 19. og 20. öld. Þar á meðal er þekktasta framlag hans til rannsókna á fornbókmenntum, Uppruni og þema Hrafnkelssögu. Í þeirri ritgerð tekst hann á við ríkjandi rannsóknarhefð og fyrri kenningar um söguna og sýnir fram á að munnleg sagnahefð muni hafa átt þátt í tilurð hennar. Fleiri ritgerðir um Íslendingasögur eru í bókinni, svo sem merkar greinar Óskars um Grettis sögu.

Óskar var mikill unnandi ljóðlistar og ljóðaupplestur hans rómaður. Í bókinni eru margar ritgerðir um ljóðagerð seinni tíma og fjallað þar um skáldin Bjarna Thorarensen, Pál Ólafsson, Stephan G. Stephansson, Jóhannes úr Kötlum, Halldór Laxness, Snorra Hjartarson, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Hannes Pétursson. Um ljóðlist nóbelsskálsins hefur varla verið betur fjallað en í grein Óskars um Kvæðakver Halldórs Laxness og almennt má segja um ritgerðir hans um íslenska ljóðlist að þar komi „alltaf glöggt í ljós næmur skilningur hans og gagnrýnin, persónuleg túlkun“, eins og Vésteinn Ólason kemst að orði í inngangi sínum.

Í hálfkæringi og alvöru

Árni Björnsson

Í hálfkæringi og alvöru

7.900,- / 6.320,-

Í hálfkæringi og alvöru

Árni Björnsson

Í þessari bók Árna Björnssonar er úrval greina, erinda og ritgerða um margvísleg efni. Hér birtast fyrirlestrar og erindi sem höfundur hefur flutt víðs vegar á síðustu hálfri öld. Höfundur kemur víða við, fjallar um íslensk fræði og menningarsögu, um alþjóðamál og stjórnmál hérlendis og erlendis – skrifar meðal annars einskonar pólitíska ævisögu. Bókin veitir innsýn í störf og ævi Árna Björnssonar, víðföruls menntamanns með alþýðlegar rætur, en varpar einnig ljósi á aðstæður, viðfangsefni og viðhorf heillar kynslóðar. Bókin er gefin út í tilefni 85 ára afmælis höfundar í janúar 2017.

Uncategorized

Showing 81–96 of 302 results