Ungt fólk

Ýmsir

Ungt fólk

5.900,- / 4.720,-

Ungt fólk

Ýmsir

Í bók þessari er fjallað um íslenskar rannsóknir á heilsu og velferð ungs fólks og gerður samanburður við önnur lönd. Ljósi er varpað á ýmis krefjandi viðfangsefni og áskoranir, semungmenni standa frammi fyrir. Togað er í ungt fólk úr mörgum áttum. Iðulega berast andstæð skilaboð frá samfélaginu annars vegar og foreldrum hins vegar og valda togstreitu. Unglingar þarfnast ástar, umhyggju og góðrar leiðsagnar til að takast á við tilveruna sem reynist oft flókin. Bókin svarar ótal spurningum um líf og heilsu ungs fólks og leggur til leiðir til að bæta líf þess.

Ritstjórar: Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender

Uns yfir lýkur

Alina Margolis-Edelman

Uns yfir lýkur

3.490,- / 2.792,-

Uns yfir lýkur

Alina Margolis-Edelman

Þýðing: Jón Bjarni Atlason
Inngangur: Markus Meckl

Höfundur þessarar bókar, Alina Margolis-Edelman, fæddist í Lodz í Póllandi og var barn að aldri þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. Hún var gyðingur og svo fór að hún var færð ásamt hundruðum þúsunda annarra í gettóið í Varsjá. Frásögn hennar er látlaus en ristir djúpt.

Uppbrot hugmyndakerfis

Ýmsir

Uppbrot hugmyndakerfis

2.900,- / 2.320,-

Uppbrot hugmyndakerfis

Ýmsir

Ritstjóri: Valur Ingimundarson

Í þessari bók er fjallað um þróun íslenskrar utanríkisstefnu og ýmsar breytingar sem orðið hafa á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi á tímabilinu 1991-2007. Hér fléttast saman ritgerðir 13 fræðimanna á sviði stjórnmálafræði, sagnfræði, lögfræði, landfræði, mannfræði, félagsfræði og hagfræði. Sjónum er einkum beint að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og einnig Evrópusamrunanum.

Útgáfuár: 2008

Uppruni og þema Hrafnkels sögu

Óskar Halldórsson

Uppruni og þema Hrafnkels sögu

780,- / 624,-

Uppruni og þema Hrafnkels sögu

Óskar Halldórsson

Útgáfuár: 1976

Uppruni tegundanna

Charles Darwin

Uppruni tegundanna

6.490,- / 5.192,-

Uppruni tegundanna

Charles Darwin

Íslensk þýðing: Guðmundur Guðmundsson
Inngangur: Örnólfur Thorlacius

Fáar bækur hafa haft jafnmikil áhrif á vestrænan hugmyndaheim og Uppruni tegundanna.Þessi bók umbylti hugmyndum manna um eðli náttúrunnar og lífs á jörðinni og varð strax frá því hún kom fyrst út árið 1859 tilefni mikilla deilna meðal líffræðinga – en ekki síður guðfræðinga, þar sem þróunarkenningin gekk í berhögg við það grundvallaratriði kristinnar trúar að maðurinn væri kóróna sköpunarverksins og skapaður í mynd guðs almáttugs.

Charles Darwin sigldi umhverfis hnöttinn með herskipinu HMS Beagle frá 1831 til 1836 og rannsakaði dýralíf og jarðlög. Uppgötvanir hans í leiðangrinum og gögnin sem hann safnaði kveiktu fljótlega eftir heimkomuna hjá honum hugmyndina um breytanleika og þróun tegundanna, sem skýrt gat ýmis atriði varðandi gerð og útbreiðslu lífvera. Meðal þess sem vakti athygli hans voru finkustofnarnir á Galapagoseyjum sem hver um sig lifir aðeins á einni eyju en tegundirnar eru mjög áþekkar. Honum þótti hæpið að ætla að Drottinn hefði skapað svo margar svipaðar tegundir og taldi í staðinn að þær væru komnar af einni og sömu tegundinni en hefðu þróast á ólíka vegu eftir að þær einangruðust sín á hverri eyjunni.

Skýringin sem Darwin gaf á þróun tegunda var kenningin um náttúruval; þeir einstaklingar sem best eru lagaðir að umhverfinu verða ofan á í lífsbaráttunni og arfleiða afkvæmi sín að nytsamlegum eiginleikum. Við mótun kenningarinnar horfði hann til kynbóta bænda sem velja til undaneldis þá gripi sem gefa af sér mest kjöt eða mjólk, og hugmyndar Malthusar um framgang hinna hæfustu meðal manna. Niðurstaðan varð ritið sem hérna birtist í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu: Uppruni tegundanna af völdum náttúrulegs vals, eða sumum stofnum vegnar betur en öðrum í lífsbaráttunni.

Þessi gagnmerka bók kemur út í tveimur bindum, með yfirgripsmiklum inngangi eftir Örnólf Thorlacius sem rekur hugmyndir forvera og áhrifavalda Darwins, mótun þróunarkenningarinnar og afdrif hennar eftir hans dag. Bókinni fylgja tveir viðaukar: Ágrip af sögu hugmyndarinnar um uppruna tegundanna eftir Darwin sjálfan og bréf sem Alfred Russel Wallace skrifaði honum árið 1851, þar sem fram koma niðurstöður nánast samhljóma niðurstöðum Darwins og sem varð hvatinn að útgáfu bókarinnar.

Útgáfa í aldir tvær

Ritstjóri: Jón Sigurðsson

Útgáfa í aldir tvær

3.000,- / 2.400,-

Útgáfa í aldir tvær

Ritstjóri: Jón Sigurðsson

Útgáfa í aldir tvær – Hið íslenska bókmenntafélag 1816-2015

Í þessu riti er í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags tekið saman yfirlit yfir útgáfu félagsins frá upphafi.

Ritið geymir tvær skrár, annars vegar skrá um bækur sem Bókmenntafélagið hefur gefið út frá stofnun til loka árs 2015 og Egill Baldursson hefur tekið saman og hins vegar skrá um efni í Skírni árin 2002-2015 í samantekt Steins Bjarka Björnssonar.

Þessar skrár auðvelda aðgang að því fjölbreytta efni sem Bókmenntafélagið hefur gefið út, en frá 1816 til loka árs 2015 gaf félagið út rúmlega 500 bókatitla.

Úti regnið grætur

Sveinn Einarsson

Úti regnið grætur

5.600,- / 4.480,-

Úti regnið grætur

Sveinn Einarsson

Jóhann Sigurjónsson er ótvírætt eitt af höfuðskáldum Íslendinga á 20. öld. Í ljóðum hans kveður við nýjan tón, gjörólíkan þeim sem setur mestan svip á stórbrotinn kveðskap næstu kynslóðar á undan. Hann var frumkvöðull módernismans í íslenskri ljóðlist og hefur samið ýmis fegurstu ljóð sem Íslendingar eiga. Jafnframt var hann fyrsti Íslendingurinn sem sló eftirminnilega í gegn sem leikskáld bæði á Íslandi og á erlendri grundu.

Í þessu tímamótaverki bregður Sveinn Einarsson birtu á eiginleika Jóhanns bæði sem ljóðskálds og leikritahöfundar. Hann greinir rækilega hvernig áhrif táknsæisstefnunnar (symbolismans) birtast hjá Jóhanni og skýrir hvers vegna leikritum Jóhanns farnaðist misvel. Í bókinni birtist okkur Jóhann Sigurjónsson sem einstakt skáld en í skýru samhengi við tíðaranda og menningu síns tíma.

Útópía

Sir Tómas More

Útópía

3.700,- / 2.960,-

Útópía

Sir Tómas More

Sígild lýsing Tómasar More á fyrirmyndarsamfélagi Útópíumanna hefur verið mönnum innblástur á sviði stjórnmála og heimspeki allar götur síðan ritið leit dagsins ljós. Eiríkur Gauti Kristjánsson þýddi. Viðar Pálsson ritaði inngang og skýringar

Vafamál

Atli Harðarson

Vafamál

3.300,- / 2.640,-

Vafamál

Atli Harðarson

 

Íslensk heimspeki. Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki.

Vafamál fjallar um ýmis álitamál í stjórnmálaheimspeki Vesturlanda. Höfundur ræðir og skýrir grundvallaratriði í stjórnmálahugsuneldri spekinga, meðal annars afstöðu Platons til lýðræðis, ójafnaðarstefnu Aristótelesar, hugmyndir Hobbes um samfélagssáttmálann, skoðanir Lockes á hlutverki ríkisvaldsins og viðhorf Hegels til sambands gildismats og ríkis. Ritgerðirnar í þessari bók eru skrifaðar í þeirri trú að margt megi enn af þessum gömlu spekingum læra.

Valdstjórn og vísindi

C.P. Snow

Valdstjórn og vísindi

3.490,- / 2.792,-

Valdstjórn og vísindi

C.P. Snow

UPPSELD

Þýðing: Baldur Símonarson. Inngang ritar Jónas H. Haralz.

Höfundur þessarar bókar, Snow lávarður, var eðlisfræðingur að mennt, starfaði á vettvangi breskra stjórnmála og embættismannakerfis, en varð þekktastur sem skáldsagnahöfundur. Öll þessi svið koma saman í þessari stuttu bók sem segir sögu tveggja vísindamanna, Henry Tizards og F. A. Lindemanns, seinna Cherwells lávarðs, sem báðir voru ráðgjafar breskra stjórnvalda á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar og deildu hart um hernaðarlegar lausnir. Þessi saga verður Snow tilefni hugleiðingar í skáldlegum búningi um hlutverk vísindamanna í stjórnkerfinu og vill hann draga af henni nokkrar ályktanir.

Snow hafði áður ritað um þá gjá sem hann taldi vera milli náttúruvísindanna og bóklegrar menningar. Hér er viðfangsefni hans öllu afmarkaðra: tengsl vísindaheimsins við heim stjórnmálanna, sem höfundur telur lúta nokkuð sérstæðum lögmálum. Því er þannig fyrir komið, segir hann, að örfáir menn taki ákvarðanir sem skipti sköpum fyrir alla borgarana og það er uggvænlegt hve þekking þeirra á vísindum, sem getur skipt höfuðmáli um það hvort ákvarðanirnar verði farsælar, er takmörkuð. Nauðsynlegt sé að komi til tengsl þarna á milli. Frammámenn í vísindum eru þó lítt til þess fallnir að starfa á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu og enn síður eiga stjórnmálamenn hægt um vik að kynna sér allt það sem máli skiptir á sviði vísindanna. Það kemur því fyrst og fremst í hlut sérstakra manngerða úr röðum vísindamanna að koma til liðs við stjórnvöld; þeir sem eiga stórafrek sín að baki eða þeir sem ekki standa í fremstu röð þrátt fyrir góða hæfileika, en fyrst og fremst fólk sem heldur óbrenglaðri vísindalegri dómgreind, þrátt fyrir leynd starfsins og umfang afleiðinga þess. Að mati höfundarins eru nefndir skipaðar slíkum mönnum oft gagnlegasta tækið sem völ er á, svo lengi sem þær hafi nokkurt vald til framkvæmda, markmið þeirra sé skýrt skilgreint og þær falli inn í stjórnkerfið. Sagan sem hann dregur þessar ályktanir af er hin fróðlegasta og skemmtileg aflestrar, ekki síst hinar glöggu mannlýsingar Snow lávarðar.

Höfundurinn miðar tillögur sínar og lærdóma alla við hið breska stjórnkerfi og vísindi í þágu hernaðar, sem hann telur illu heilli ávallt verða vaxtarbrodd vísindanna. Engu að síður er hugleiðingin um samband stjórnvalda og vísinda umhugsunarverð fyrir Íslendinga, eins og Jónas H. Haralz getur um í forspjalli.

Vandræðaskáld

Samuel Johnson

Vandræðaskáld

3.490,- / 2.792,-

Vandræðaskáld

Samuel Johnson

Þýðing: Atli Magnússon sem einnig ritar inngang.

Vandræðaskáld er frásögn hins kunna breska rithöfundar og orðabókarsmiðs Samuels Johnson af ævi samtímamanns síns, skáldsins Richards Savage. Johnson, sem var uppi á 18. öld, var eftir dauða sinn hylltur sem mesti bókmenntajöfur sinna tíma en lífshlaup hans var markað erfiðleikum, deilum og þunglyndi eins og greint er frá í inngangi að þessu riti. Þekking hans á bókmenntum, ritsnilld og hin gríðarlegu fræðiafrek sem orðabók hans er til vitnis um, auk litríks persónuleika Johnsons, hafa þó markað honum óumdeildan sess sem eins af merkilegustu rithöfundum Breta fyrr og síðar.

Vandræðaskáld er um margt merk heimild um tíðarandann í Lundúnum á þeim tíma sem ýmiss konar útgáfustarfsemi var í örum vexti, launuð blaðamennska var að verða til og bókmenntasamfélagið samanstóð að miklu leyti af fátækum skáldum sem bitust um að selja útgefendum efni fyrir lága þóknun. Einn þessara manna var Richard Savage, sem setti mikinn svip á þetta samfélag og Johnson kynntist náið. Annar var svo um tíma Johnson sjálfur. Vandræðaskáld er sérkennileg og einstaklega glögg mannlýsing þar sem Johnson dregur fram bresti hins hrokafulla skálds, sem steypti sjálfum sér markvisst í glötun, en finnur þó til svo ríkrar samkenndar og samúðar með honum að hann leitast við að réttlæta jafnharðan breytni hans, þótt hvergi sé dregin fjöður yfir gallana. Sagan verður því harmræn og er öðrum þræði hugleiðing um stöðu listamannsins í samfélaginu, en Savage leit svo á að skáldgáfa sín veitti sér forréttindi og ætlaðist til virðingar og raunar framfærslu af hendi annarra. Reyfarakennd ætternissaga hans þar sem hann hélt því fram að hann væri óskilgetinn sonur aðalsfólks á líklega ekki við rök að styðjast, en Savage kúgaði þó um tíma fé af fólkinu sem hann hélt fram að væri fjölskylda sín. Hann fann sárt til þess að vera ofurseldur duttlungum og smekk manna, en var fyrirhyggjulaus og taldi sér ekki sæmandi að hegða sér í samræmi við aðstæður sínar, sólundaði jafnharðan því fé sem honum áskotnaðist og var alla tíð haldinn sárri biturð yfir hlutskipti sínu. Hvað sem líður skáldgáfu hans, lýsir Johnson honum sem þversagnakenndum einstaklingi, snillingi sem skorti alla almenna skynsemi, siðapostula sem drýgði þó flestar syndir og fáguðum herramanni sem dvaldi þó heimilislaus meðal ógæfufólks.

Atli Magnússon greinir í inngangi frá ævi og verkum Johnsons og tíðaranda Lundúna á tímum þessara tveggja sérvitringa.

Bækur

Ari Trausti Guðmundsson

Veröld í vanda

4.250,- / 3.400,-

Veröld í vanda

Ari Trausti Guðmundsson

Umhverfisrit Bókmenntafélagsins

Veröld í vanda fjallar um fjölmargar hliðar umhverfismála – sumar óvæntar. Náttúran og mismunandi viðhorf til hennar liggja í kjarna fjölmargra þeirra mála sem tekist er á um í íslensku samfélagi og valda bæði ágreiningi og illindum. Aukinn skilningur og sátt um þessi mál verður sífellt mikilvægari eftir því sem vandinn vex, og er bókinni ætlað að benda á leiðir til þess að efla hvort tveggja. Fjórtán sérfróðir viðmælendur bregðast skriflega við efni bókarinnar, einn á eftir hverjum kafla. Þeir eru ekki alltaf sammála bókarhöfundi eða áherslum hans. Ljósmyndir eftir fjóra ljósmyndara prýða bókina og ljóð eftir Ara Trausta fylgir hverjum kafla hennar.

 

Vísindabyltingar

Thomas S. Kuhn

Vísindabyltingar

3.490,- / 2.792,-

Vísindabyltingar

Thomas S. Kuhn

UPPSELD

Þýðing: Kristján Guðmundur Arngrímsson
Inngangur: Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Vísindabyltingar er eitt víðlesnasta fræðirit tuttugustu aldar og hefur bæði notið mikillar hylli og verið lastað. Fyrir hugmyndir sínar var Kuhn meðal annars sakaður um andskynsemishyggju og tilraunir til niðurrifs vísindanna og sumar þessara ásakana virtust koma heldur flatt upp á hann. Hugmyndir Kuhns um viðmið og frávik hafa haft víðtæk áhrif og líkingarnar við kreppu og byltingu eru áhrifaríkar.

Ritstjórn Lærdómsrita: Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Björn Þorsteinsson.

Vísindafyrirlestrar handa almenningi

Hermann von Helmholtz

Vísindafyrirlestrar handa almenningi

3.700,- / 2.960,-

Vísindafyrirlestrar handa almenningi

Hermann von Helmholtz

„Nú sjáið þið hvernig vegferð okkar, sem hófst með athugunum sem aðeins snerust um nærtækustu hagnýt tækniatriði vélrænnar vinnu, hefur leitt okkur að almennu náttúrulögmáli sem, eftir því sem séð verður, nær til allra náttúruferla og stjórnar þeim. Lögmálið er ekki lengur takmarkað við hagnýtar vélar okkar mannanna, heldur tjáir það almennan og sérlega einkennandi eiginleika allra náttúruafla.“

Í vísindafyrirlestrum Helmholtz fær lesandinn tilfinningu fyrir því hvernig umhorfs var í evrópskum vísindaheimi á ofanverðri 19. öld þegar enn var deilt um grundvöll efnisheimsins. Helmholtz hafði mikil áhrif á samtímamenn sína og lagði grunninn að mörgum uppgötvunum síðari tíma. Um leið átti hann þátt í að móta hugsunarhátt nútímans.

Vísindavefur

Ýmsir

Vísindavefur

3.900,- / 3.120,-

Vísindavefur

Ýmsir

Bókin kom út í tilefni af sjötugsafmæli Þorsteins Vilhjálmssonar, prófessors og frumkvöðuls í kennslu og rannsóknum í vísindasögu við HÍ.

Valinkunnir höfundar endurspegla áhugasvið Þorsteins; allt frá listum til vísinda, frá eðlisfræði og stærðfræði til heimspeki og sagnfræði.

Útgáfuár: 2010

Yfirlýsingar

Marinetti, Majakovski, Marc Tzara, Breton o.fl.

Yfirlýsingar

3.490,- / 2.792,-

Yfirlýsingar

Marinetti, Majakovski, Marc Tzara, Breton o.fl.

Þýðing og skýringar: Áki G. Karlsson,

Árni Bergmann og Benedikt Hjartarson sem einnig ritar inngang.

Yfirlýsingar eru safn íslenskra þýðinga á helstu stefnuyfirlýsingum, eða „manifestóum“, evrópsku framúrstefnuhreyfinganna frá fyrstu áratugum 20. aldar. Þetta umfangsmikla rit gefur yfirlit yfir hugmyndafræði og orðræðu ítalskra og rússneskra fútúrista, þýskra expressíónista og hinna frönsku súrrealista og dadaista. Hverri hreyfingu er helgaður sérstakur inngangur auk þess sem rýnt er í sögulegt og menningarsögulegt samhengi framúrstefnuhreyfinganna í viðamiklum inngangi að bókinni. Þá fylgja henni sérstaklega ítarlegar skýringar. Yfirlýsingar hafa því ótvírætt gildi fyrir hvern þann sem vill kynna sér hinar merku hræringar í listum og listrænni orðræðu sem birtist í verkum framúrstefnuhópanna – og jafnframt nokkra sérstöðu meðal Lærdómsrita.

Textarnir sem hér birtast eru frá árunum 1906-1938 og eru allsundurleitir, enda stefnuskrár hreyfinga sem kepptust við að greina sig frá öðrum og lýsa yfir sérstöðu sinni. Á hinn bóginn sameinar þá hinn herskái tónn sem boðar andóf gegn hefðinni, viðleitnin til nýsköpunar, tilraunir með form og aðferðir til listsköpunar og meðvituð tengsl við stjórnmál og þjóðfélagsþróun, jafnframt andrökhyggju og trúnni á áhrifamátt tungumálsins á hugsun og samfélag. Hér er meðal annars að finna „Stofnun og stefnuyfirlýsingu fútúrismans“ eftir Filippo Tommaso Marinetti, sem jafnan er talin marka þau vatnaskil í sögu nútímalistar sem tilkoma fagurfræði framúrstefnunnar var, „Stefnuyfirlýsingu súrrealismans“ eftir André Breton og texta eftir Vladimir Majakovskij, Franz Marc, Tristan Tzara, Walter Gropius og fjölda annarra.

Stefnuyfirlýsingarnar urðu hjá framúrstefnumönnum að nýrri bókmenntagrein, það form sem þeir sköpuðu boðskap sínum og má að vissu leyti heita kjarni allrar starfsemi þeirra. Kennismiðir framúrstefnunnar ráðast gegn hefðbundinni rökvísi tungumálsins og þótt skrifum þeirra sé ætlað að miðla ætlun höfundanna og hafa þannig áhrif á hugarheim lesenda og samfélags, einkennist aðferðin af ákveðinni goðsögulegri rökvísi sem stuðla á að menningarlegum og þjóðfélagslegum umskiptum, sem hefðbundnum skrifum hlýtur að vera ofviða. Sérkenni yfirlýsinganna sem bókmenntaforms, rof þeirra við hefðina og rætur í samfélagslegum umbrotum samtímans eru meðal þess sem Benedikt Hjartarson varpar ljósi á í inngangi
sínum að þessu glæsilega riti.

Uncategorized

Showing 273–288 of 302 results