AÐALFUNDUR HINS ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAGS

Aðalfundur Hins íslenska bókmenntafélags 2022 verður haldin á Hótel Sögu,
norðanmegin 2. hæð, laugardaginn 19. nóvember kl. 15:00

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 18-20. gr. félagslaga.

Erindi:
Að loknum aðalfundarstörfum flytur Þórir Óskarsson erindi um líf og starf Gríms Thomsens
og Erla Hulda Halldórsdóttir flytur erindi um Jakobínu Jónsdóttur Thomsen.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og þiggja kaffiveitingar í boði félagsins.

Stjórn og fulltrúaráð.

Breytingar á stjórn félagsins

Jón Sigurðsson forseti Hins íslenska bókmenntafélags hefur látið af störfum til að sinna öðrum verkefnum. Hann hefur verið forseti síðan 2015 og þakkar félagið honum fyrir farsæla forystu. Stjórn og fulltrúaráð hafa kosið Ármann Jakobsson forseta en hann var áður varaforseti. Björg Thorarensen var kjörin varaforseti. Næstu reglulegu kosningar í stjórn félagsins verða í janúar n.k.

Ný færsla

Prófa texta hér

Útgáfuhóf

Útgáfuhóf 14. desember kl. 17 í Garðastræti 37.

Við fögnum fjölbreyttri og glæsilegri útgáfu á þessu 200 ára starfsafmæli Hins íslenska bókmenntafélags. Alls eru þetta 19 titlar sem koma út nú í ár og af því tilefni höldum við útgáfuhóf n.k. miðvikudag kl. 17 í Garðastræti 37 (húsnæði GAMMA).

Boðið verður upp á léttar veitingar.

baekur