Breytingar á stjórn félagsins

Jón Sigurðsson forseti Hins íslenska bókmenntafélags hefur látið af störfum til að sinna öðrum verkefnum. Hann hefur verið forseti síðan 2015 og þakkar félagið honum fyrir farsæla forystu. Stjórn og fulltrúaráð hafa kosið Ármann Jakobsson forseta en hann var áður varaforseti. Björg Thorarensen var kjörin varaforseti. Næstu reglulegu kosningar í stjórn félagsins verða í janúar n.k.