Kirkjur Íslands 24-25. Múlaprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands 24-25. Múlaprófastsdæmi

5.695,- / 4.556,-

Kirkjur Íslands 24-25. Múlaprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindum 24 og 25 er fjallað um friðaðar kirkjur í Múlaprófastdæmi. Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum.

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Kirkjur Íslands 26-28. Vestfjarðaprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands 26-28. Vestfjarðaprófastsdæmi

7.900,- / 6.320,-

Kirkjur Íslands 26-28. Vestfjarðaprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindunum þremur, sem nú koma út, er fjallað um 28 friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi. Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum 28.

Ritstjórar: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Kirkjur Íslands 29

Ýmsir

Kirkjur Íslands 29

3.990,- / 3.192,-

Kirkjur Íslands 29

Ýmsir

Í þessu bindi er sagt frá Skálholtsdómkirkju. Kirkjan var reist á árunum 1956-1963 og á sér að hluta fyrirmynd í hinum fornu dómkirkjum staðarins, en útlit hennar er nútímalegt og stílhreint. Arkitekt var Hörður Bjarnason. Kirkjuna prýða steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur, altaristaflan er mósaíkmynd eftir Nínu Tryggvadóttur. Í bókinni er ýtarlegur kafli um sögu Skálholtsstaðar. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns og Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, hafa tekið, og uppdráttum að Skálholtsdómkirkju sem veita skýra innsýn í mótunarsögu kirkjunnar og tilurð.

Höfundar eru Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður og nú fræðimaður hjá Þjóðminjasafni Íslands, Pétur H. Ármannsson arkitekt, listfræðingarnir Guðbjörg Kristjánsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Guðlaug Vilbogadóttir, sérfræðingur á Minjastofnun Íslands.

Ritstj. Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason

Kirkjur Íslands 30

Ýmsir

Kirkjur Íslands 30

3.990,- / 3.192,-

Kirkjur Íslands 30

Ýmsir

Í þessu bindi er sagt frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Eins og nafnið bendir til er kirkjan helguð minningu séra Hallgríms Péturssonar sem var prestur í Saurbæ 1651-1669. Hún var reist á árunum 1954-1957 eftir uppdráttum arkitektanna Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar. Kirkjan er prýdd steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur, altaristaflan er freskumálverk eftir finnska listamanninn Lennart Segerstråle. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og uppdráttum að Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Höfundar eru Björk Ingimundardóttir skjalavörður, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Guðlaug Vilbogadóttir, sérfræðingur á Minjastofnun Íslands.

Ritstj: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason

Kirkjur Íslands 31

Ýmsir

Kirkjur Íslands 31

3.990,- / 3.192,-

Kirkjur Íslands 31

Ýmsir

Þetta lokabindi ritraðarinnar er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum eru þrjár yfirlitsgreinar um íslenskar kirkjubyggingar; um steinhlaðnar kirkjur á Íslandi, friðlýstar torf- og timburkirkjur og friðlýstar steinsteypukirkjur. Í seinni hlutanum eru skrár sem taka til allra binda ritverksins; skrá um hagleiksfólk sem kom að byggingu friðaðra kirkna eða á gripi í þeim, og nær hún yfir öll bindin. Því næst eru þrjár samfelldar skrár um 1) höfunda, 2) ljósmyndara, 3) húsameistara, teiknara og mælingamenn. Aftan við skrárnar eru leiðréttingar og viðbætur, sem flestar hafa birst áður en er nú safnað saman í einn bálk. Aftast eru orðskýringar með nokkrum skýringarmyndum.

Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns og Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, hafa tekið. Þá eru og birtir uppdrættir af flestum þeirra kirkna, sem um er fjallað.

Höfundar eru arkitektarnir Guðmundur L. Hafsteinsson, sviðsstjóri húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, Pétur H. Ármannsson og Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason skjalavörður.

Ritstj. Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason

Kirkjur Íslands 5-6. Skagafjarðarprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands 5-6. Skagafjarðarprófastsdæmi

5.490,- / 4.392,-

Kirkjur Íslands 5-6. Skagafjarðarprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindum 5 og 6 er fjallað um friðaðar kirkjur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum.

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Kirkjur Íslands 7-8. Húnavatnsprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands 7-8. Húnavatnsprófastsdæmi

5.490,- / 4.392,-

Kirkjur Íslands 7-8. Húnavatnsprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindum 7 og 8 er fjallað um friðaðar kirkjur í Húnavatnsprófastsdæmi . Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum.

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Kirkjur Íslands 9-10. Eyjafjarðarprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands 9-10. Eyjafjarðarprófastsdæmi

5.490,- / 4.392,-

Kirkjur Íslands 9-10. Eyjafjarðarprófastsdæmi

Ýmsir

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindum 9 og 10 er fjallað um friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi . Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum.

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Kolefnishringrásin

Sigurður Reynir Gíslason

Kolefnishringrásin

3.490,- / 2.792,-

Kolefnishringrásin

Sigurður Reynir Gíslason

Umhverfisrit Bókmenntafélagsins

Hversu hratt loftslag mun breytast í framtíðinni ræðst m.a.a af kolefnishringrásinni. Skilningur á henni er því mjög mikilvægur til þess að skilja hvernig mannkynið hefur áhrif á lífsskilyrði á jörðinni. Hér er á ferðinni greinargóð bók, skrifuð á aðgengilegu máli, um vísindi sem ekki hefur verið fjallað ítarlega um á íslensku áður.

Útgáfurár: 2012

Kommúnistaávarpið

Karl Marx og Friedrich Engels

Kommúnistaávarpið

3.900,- / 3.120,-

Kommúnistaávarpið

Karl Marx og Friedrich Engels

Það kannast allir við Kommúnistaávarp Marx og Engels. Ávarpið er án efa eitt áhrifamesta pólitíska rit sem út hefur komið og alveg ábyggilega það áhrifamesta sem komið hefur út á síðustu tveimur öldum. Verkið var fyrst gefið út í byrjun árs 1848 og upp úr næstu aldamótum hafði það verið þýtt á u.þ.b. 30 tungumál. Eftir októberbyltinguna í Rússlandi árið 1917 varð ávarpið að eins konar testamenti kommúnistaflokka um heim allan. Flokkarnir vildu að Kommúnistaávarpið væri fáanlegt á viðráðanlegu verði. Verkið kom fyrst út á íslensku árið 1924 en þýðingin sem hér er endurbirt var gerð árið 1949. Sú þýðing hefur lengi verið illfáanleg. Nú hefur verið ráðin á því bót og Kommúnistaávarpið gefið út sem Lærdómsrit með ítarlegum skýringum og tveimur inngangsköflum.

„Vofa leikur nú ljósum logum um Evrópu – vofa kommúnismans.“ Upphafsorð þessi eru greypt í vitund fólks og til þeirra er sífellt vitnað. Í þessari kröftugu stefnuyfirlýsingu voru kenningar marxismans í fyrsta skipti settar fram með skýrum hætti. Hér er fullyrt að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttarbaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu. Nú stendur yfir barátta á milli hinnar nýju borgarastéttar og öreigalýðsins. Borgarastéttin byggir völd sín á töfratækjum iðnbyltingarinnar; framleiðsluhættir og samgöngur þróast og breytast með undraverðum hraða. Þegar þessar breytingar samtvinnast viðskiptaháttum hins frjálsa markaðar fær borgarastéttin ekki „lengur ráðið við anda undirdjúpanna, sem [hún] hefur vakið upp“. Við slíkar aðstæður geisar farsótt offramleiðslunnar sem steypir þjóðfélögum í hverja kreppuna á fætur annarri. Skyndilega ríkir hungursneyð og stríð, og borgarastéttin kann engin ráð til að afstýra hinni síendurteknu vá verslunarkreppunnar. Hugsjón kommúnismans er stéttlaust þjóðfélag sem byggist á jöfnuði allra manna. Þegar öreigar allra landa hafa sameinast og steypt allri þjóðfélagsskipan af stóli með valdi er hægt að byggja upp réttlátt og mannúðlegt samfélag. Allir vita hversu áhrifamikil þessi kenning hefur verið. Til þessa dags er hún gífurlega umdeild og hún mun sennilega aldrei hverfa af sjónarsviði pólitískrar umræðu. En líkt og Páll Björnson skrifar í nýjum inngangi að Kommúnistaávarpinu þá er þetta ekki einungis pólitískt greiningarrit, heldur líka innblásið áróðursrit, augnabliksþrungið spádómsrit og ómissandi heimildarrit. Þetta er augljóslega verk sem allir ættu að kynna sér.

 

Konur í heimspeki nýaldar

Elísabet af Bæheimi, Damaris Cuworth Masham og Mary Astell

Konur í heimspeki nýaldar

3.700,- / 2.960,-

Konur í heimspeki nýaldar

Elísabet af Bæheimi, Damaris Cuworth Masham og Mary Astell

„Og ég játa að það væri auðveldara fyrir mig að viðurkenna sál sem samanstæði af efni og rúmtaki, heldur en að eigna óefnislegri veru getuna til að hreyfa líkama og að vera hreyfð af honum. Því, ef hið fyrsta ætti sér stað í gegnum boð, þá þyrftu lífsandarnir sem framkvæma hreyfinguna að vera gæddir viti, sem þér eignið engu sem er líkamlegt.“

Á undanförnum árum og áratugum hefur áhugi farið vaxandi á endurvakningu kvenna úr heimspekisögunni sem gleymst hafa eða legið í dvala. Hér er að finna bréfaskipti frá 17. öld, annars vegar milli Elísabetar af Bæheimi og René Descartes og hins vegar milli Damaris Cudworth Masham og Gottfried Wilhelm Leibniz, auk brots úr riti Mary Astell, Einlæg bón til háttvísra kvenna. Kafað er í ýmsar hugmyndir en rauði þráðurinn er grundvöllur hinnar hugsandi veru. Þóra Björg Sigurðardóttir þýðir og ritar inngang.

 

Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur

Halldóra Arnardóttir

Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur

9.900,- / 7.920,-

Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur

Halldóra Arnardóttir

Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur / Interior Designer er glæsileg bók um Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing en hún var fyrsti háskólamenntaði innanhússarkitetinn hér á landi. Í bókinni er vandað yfirlit yfir verk Kristínar.

Kristín Guðmundsdóttir (f.1923) híbýlafræðingur er frumkvöðull á sínu sviði. Hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum árið 1947 og átti frumkvæði að nýjungum í hagræðingu innanhúss og hönnun eldhúsinnréttinga, notkun heimilistækja og litasamsetninga. Þær breytingar voru fyrirboði um nýja lífshætti landsmanna sem Kristín styrkti ekki aðeins í hönnun heldur líka með nýju vinnuskipulagi og matreiðsluaðferðum.

Halldóra Arnardóttir ritstýrir bókinni en auk hennar skrifa frú Vigdís Finnbogadóttir, Katerina Rüedi Ray, Elísabet V. Ingvarsdóttir og Javier Sánchez Merina kafla í bókina. David Frutos er höfundur nýrra ljósmynda sem gefa útgáfunni sérstakt gildi.

Texti á íslensku og ensku.

Kristin siðfræði í sögu og samtíð

Sigurjón Árni Eyjólfsson

Kristin siðfræði í sögu og samtíð

3.990,- / 3.192,-

Kristin siðfræði í sögu og samtíð

Sigurjón Árni Eyjólfsson

Hér eru dregnar upp helstu útlínur kristinnar siðfræði og þeirrar heimsmyndar sem hún endurspeglar. Þannig er stuðst við boðorðin tíu og túlkunarsögu þeirra, en útlegging á boðorðunum er einkennandi fyrir siðfræði evangelísk-lútherskrar kirkju og hefur mótað siðfræði og guðfræði hennar í nær 500 ár. Með siðbótinni tóku boðorðin tíu og áherslan á tvöfalda kærleiksboðorðið það sæti sem dygðirnar höfðu í siðfræði miðaldakirkjunnar. Dygðirnar færðust hins vegar yfir á svið helgunarinnar í lútherskri guðfræði. Í bókinni er einnig leitast við að staðsetja kristna siðfræði innan almennrar siðfræðilegrar umræðu, m.a. hugmyndir manna um Jesú sem fyrirmynd siðrænnar hegðunar.

Kristur. Saga hugmyndar

Sverrir Jakobsson

Kristur. Saga hugmyndar

5.900,- / 4.720,-

Kristur. Saga hugmyndar

Sverrir Jakobsson

Jesús Kristur er einn áhrifamesti einstaklingur í sögu mannkyns en þó er deilt um nánast allt sem honum tengist. Var hann maður eða andi? Hvort var hann sonur guðs eða venjulegur maður? Var hann einn af helstu spámönnum heims eða veraldlega sinnaður byltingarforingi? Ár hvert koma fram nýjar kenningar um Krist og eðli hans.

Kristur – Saga hugmyndar fjallar um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar. Rakið er hvernig hið sögulega minni um þessa máttugu persónu tók sífelldum breytingum fyrstu aldirnar. Sögusviðinu er lýst, samfélagi Gyðinga í Palestínu, en einnig hinum stærri heimi sem það tilheyrði, hinum grískumælandi hluta Rómaveldis. Greint er frá því hvernig hugmyndir um Krist tóku á sig staðlaða mynd og af hverju sum rit um ævi hans hlutu almenna viðurkenningu meðan öðrum var hafnað. Að lokum er fjallað um klofning kristinna manna í rétttrúaða og villutrúarmenn sem hefur mótað sögu þeirra.

Krullað og klippt

Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Krullað og klippt

7.900,- / 6.320,-

Krullað og klippt

Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Saga háriðna á Íslandi er aldarspegill og fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna á 20. öld. Í forgrunni eru rakarastofan, griðland karlmennskunnar, og hárgreiðslustofan, sem var veröld kvenna, allt þar til hársnyrtistofur nútímans leystu þær af hólmi sem vettvangur beggja kynja. Bókin varpar ljósi á þróun handverks í háriðnum og ólík kjör og aðstæður karla og kvennastéttar sem voru í meginatriðum að fást við sambærileg störf, að fegra og snyrta hár. En saga háriðna hefur víðari skírskotun. Hún er einnig saga um nútímavæðingu þjóðar, saga um mótun og þróun borgarsamfélags, saga um eflingu hreinlætis- og tískuvitundar, en þar voru frumkvöðlar í háriðnum í fararbroddi.

Fjölbreyttar heimildir liggja ritinu til grundvallar. Þar vega þyngst viðtöl við rúmlega hundrað einstaklinga sem störfuðu í háriðnum um lengri eða skemmri tíma og aðstandendur látinna fagmanna. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem varpa einstöku ljósi á sögu hárgreiðslu- og rakarafagsins hér á landi, sem margar birtast nú opinberlega í fyrsta sinn.

Bóki tilheyrir ritröðinni SAFN TIL IÐNSÖGU ÍSLENDINGA, sem fjallar um iðnþróun á Íslandi. Þar er lýst einkennum, verkefnum og vinnuaðferðum í helstu iðngreinum og leitast við að lýsa og skýra þátt iðnaðar í atvinnusögu þjóðarinnar.

Bókin er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis

Kúgun kvenna

John Stuart Mill

Kúgun kvenna

3.700,- / 2.960,-

Kúgun kvenna

John Stuart Mill

ásamt Um frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fyrirlestur eftir Pál Briem og Fyrirlestri um hagi og réttindi kvenna eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.

Þýðing: Sigurður Jónasson. Inngang ritar Auður Styrkársdóttir.

Í þessu riti eru prentuð saman þrjú þau verk sem gegnt hafa lykilhlutverki í sögu baráttunnar fyrir réttindum kvenna á Íslandi. Rit Mills um kúgun kvenna var auk þess mikill áhrifavaldur á réttindabaráttu um öll Vesturlönd allt frá útgáfu þess árið 1869, en íslenska þýðingin, sem hér er endurútgefin, er frá aldamótaárinu 1900.

Höfundurinn er einn kunnasti heimspekingur 19. aldar, sér í lagi fyrir verk sín á sviði siðfræði og stjórnspeki. Vitna vinsældir hans og vægi í heimspeki samtímans um framsýni Mills og gríðarleg áhrif hans á hugarheim nútímamanna og hvergi er þetta ljósara en í skrifum hans um jafnréttismál. Kúgun kvenna er rituð í fyrsta lagi í þeim tilgangi að hrekja röksemdir gegn því að konur skyldu hafa réttindi á við karlmenn og í öðru lagi að sýna fram á að jafnrétti kæmi þjóðfélaginu öllu til góða, enda stæðu konur karlmönnum síst að baki varðandi getu og hæfileika. Hann telur að hvers konar kúgun komi ekki aðeins niður á heill þess sem fyrir henni verður, heldur ekki síður þess sem er í hlutverki kúgarans. Verkið ber það aðalsmerki Mills að djúpstæð hugsun hans um viðamikil efni er sett fram á listilega skýran og aðgengilegan hátt. Það er langt frá því að mikilvægi þess sé einvörðungu sögulegt, því röksemdir hans eiga enn erindi við jafnréttisumræðu okkar daga. Hér er enda fengist við eðli lykilhugtaka eins og frelsi og vald, sem eru drjúgur þáttur í heimspeki Mills.

Fyrirlestrar Páls Briem og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur beina hvatningarorðum fyrst og fremst til kvenna að beita sér fyrir því að breytingum verði komið til leiðar. Ef Mill má gagnrýna fyrir að sýna konur sem atkvæðalítinn og undirokaðan hóp, er hér farið öfuga leið. Í fyrirlestri Páls frá 1885 er saga kvenfrelsisbaráttu í Bandaríkjunum rakin og framvarðarsveit hennar ásamt kvenhetjum Íslendingasagna lýst sem gerendum og fyrirmyndum. Það sama er uppi á teningnum í fyrirlestri Bríetar frá 1888, sem mun hafa verið fyrsti opinberi fyrirlestur konu hér á landi. Hún kveður upp harðan dóm yfir því misrétti sem viðgekkst í réttindum og kjörum kynjanna og leggur mikla áherslu á mikilvægi menntunar til handa konum. Báðir veita fyrirlestrarnir glögga innsýn í baráttu kvenna við íslenskar aðstæður í lok 19. aldar.

Inngangur Auðar Styrkársdóttur er ítarleg ritgerð um sögu jafnréttisbaráttu hér á landi og erlendis, þar sem hún setur hugmyndafræði hennar í samhengi við þjóðfélagsþróun og hugmyndasögu 19. aldar.

Uncategorized

Showing 129–144 of 302 results