Frumherjar. Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900

Björn Georg Björnsson

Frumherjar. Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900

9.900,- / 7.920,-

Frumherjar. Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900

Björn Georg Björnsson

Bókin fjallar um frumherja í íslenskri húsagerð sem eru fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi. Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín – jafnvel tvö – og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi.
Þetta er þriðja bókin eftir sama höfund um frumherja í íslenskri húsagerð. Hinar fjölluðu um Rögnvald Ólafsson og Einar Erlendsson. Hér eru á ferð tíu piltar fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi, Pétur Ingimundarson, Jens Eyjólfsson, Finnur Thorlacius, Jóhann Fr. Kristjánsson, Guttormur Andrésson, Þorleifur Eyjólfsson, Sigurður Pétursson, Sveinbjörn Jónsson, Sigmundur Halldórsson og Guðmundur H. Þorláksson, Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín – jafnvel tvö – og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi. Svo tínast þeir heim á fyrstu áratugum nýrrar aldar með ólíka reynslu í pokanum og gerast húsasmiðir, byggingarmeistarar og kennarar. Fimm þeirra öðlast viðurkenningu sem fullgildir arkitektar 1939. Allir eiga þeir sín öndvegisverk, byggingar sem bera hæfileikum þeirra fagurt vitni, og setja góðan svip á hið manngerða umhverfi okkar. Tveir rituðu endurminingar sínar en um suma er minna vitað – vonandi er eitthvað bætt úr því hér.Í bókinni er fjallað um 220 hús, í henni eru 590 ljósmyndir auk 175 húsateikninga.

Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.

Ingunn Ásdísardóttir

Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.

7.900,- / 6.320,-

Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.

Ingunn Ásdísardóttir

Jötnar hundvísir er í senn tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit, lifandi og alþýðlega fram sett. Með rannsókn sinni sýnir höfundur fram á að jötnar goðheimsins eru mun flóknari en talið hefur verið; þeir tengjast sköpun heimsins og búa yfir þekkingu um upphaf hans og örlög.
Segja má að í flestöllum yfirlitsritum um norræna goðafræði séu jötnar sýndir sem óvinir goðanna, hálfgerðar ófreskjur sem hafa það eitt að markmiði að tortíma veröld goða og manna. Þannig er ímynd þeirra í Eddu Snorra Sturlusonar, og ekki að undra að í vitund fólks hafi hún á síðari tímum runnið saman við bergrisana og tröllin í þjóðsögunum.Myndin sem Ingunn Ásdísardóttir bregður hér upp í könnun sinni á elstu heimildum um jötna og jötnameyjar er önnur og miklu flóknari. Jötnarnir tengjast sköpun heimsins, þeir búa yfir þekkingu á rúnagaldri og vitneskju um upphaf hans og örlög. Jötnameyjar eru undurfríðar og ýmsum sérstökum eiginleikum búnar. Samskipti goða og jötna eru tíð og margháttuð, og það eru fyrst og fremst æsirnir sem beita brögðum í þeim viðskiptum. Þeir sækjast eftir fróðleik úr fórum jötna og vilja ólmir komast yfir dætur þeirra.

Margs konar fornminjar, myndir á myndsteinum, skartgripir og munir af ýmsu tagi renna stoðum undir niðurstöður höfundar, og jafnframt kannar hún í því samhengi fyrirferð jötna í kenningum dróttkvæðaskálda. Þegar djúpt er skoðað bendir margt til að jötnar hafi verið einhvers konar átrúnaðargoð, hugsanlega persónugervingar jarðar og náttúru á forsögulegum tíma, áður en ásatrúin varð allsráðandi í átrúnaði fólks.

Jötnar hundvísir, norrænar goðsagnir í nýju ljósi er í senn tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit, lifandi og alþýðlega fram sett. Fyrri bók Ingunnar í þessari ritröð, Frigg og Freyja, kvenleg goðmögn í heiðnum sið, kom út 2007.

Listdans á Íslandi

Ingibjörg Björnsdóttir

Listdans á Íslandi

8.900,- / 7.120,-

Listdans á Íslandi

Ingibjörg Björnsdóttir

Listdans á Íslandi á sér langa sögu sem hér er sögð í fyrsta sinn á bók, allt frá því að fyrstu leikkonur Leikfélags Reykjavíkur leituðu sér menntunar í dansi til Kaupmannahafnar og þar til Íslenski dansflokkurinn náði að sanna mikilvægi sitt og listrænan styrk.
Hér segir frá landnámi listgreinarinnar í nágrannalöndum okkar og þeim merku tímamótum þegar nútímadans og jassdans öðluðust sess meðal sviðslista. Þá er rakin saga þeirra stúlkna sem ruddu listdansi braut hér á landi, þeirri aðstöðu sem honum var búin og móttökunum sem hin unga listgrein hlaut í íslensku samfélagi. Fjallað er um stofnun Listdansskóla Þjóðleikhússins 1952, þann litríka hóp ballettmeistara sem þar starfaði og sagt frá fjölmörgum listdanssýningum fyrri ára. Saga Íslenska dansflokksins, sem stofnaður var árið 1973, barátta hans, andstreymi og sigrar, er síðan meginefni bókarinnar.Í bókarauka er fjallað um sjálfstæða danshópa og dansara sem samið hafa og sviðsett eftirminnilegar danssýningar, sagt frá íslenskum listdönsurum sem einkum hafa unnið erlendis svo og þeim listdansskólum sem starfað hafa á landinu á ýmsum tímum.Ingibjörg Björnsdóttir segir þessa sögu af innsæi og þekkingu, enda sjálf þátttakandi í sögu danslistar á Íslandi í sjötíu ár, sem dansari í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu á árum áður og síðar danshöfundur, kennari og skólastjóri Listdansskóla Íslands. Ingibjörg er einnig sagnfræðingur að mennt og miðlar hér fágætum fróðleik um aldarlanga baráttu ungra dansara fyrir viðurkenningu á list sinni og þær áskoranir sem mættu þeim á langri leið.

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík. Fjáreigendafélag Reykjavíkur – endurpent

Ólafur R. Dýrmundsson

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík. Fjáreigendafélag Reykjavíkur – endurpent

7.500,- / 6.000,-

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík. Fjáreigendafélag Reykjavíkur – endurpent

Ólafur R. Dýrmundsson

 Í þessari myndríku bók er fróðlegu yfirliti um þróun sauðfjárbúskapar í Reykjavík síðan um miðja 19. öld fléttað saman við sögu Fjáreigendafélags Reykjavíkur.
Á meðal efnisþátta eru sauðfjárstríðið 1962–1970, Hvassa hraunseignin, útrýming riðuveiki, báðar Fjárborgirnar og göngur og réttir. Höfundur hefur sjálfur verið fjáreigandi í Reykjavík síðan 1957.Ólafur Rúnar Dýrmundsson (f. 1944) er búvísindamaður. Að loknu doktorsprófi á sviði sauðfjárræktar frá Háskólanum í Aberystwyth í Wales 1972 starfaði hann við kennslu, stjórnsýslu, rannsóknir og leiðbeiningar, fyrst á Hvanneyri en lengst í Bændahöllinni. Hann sinnir enn faglegum verkefnum í þágu lífræns landbúnaðar og fæðuöryggis og stundar borgarbúskap sér til yndis og ánægju.

Söngur ljóðstafanna

Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Söngur ljóðstafanna

5.900,- / 4.720,-

Söngur ljóðstafanna

Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Þessi bók inniheldur safn greina um bragfræði, einkum þá hlið hennar sem snýr að stuðlasetningu. Hér er rýnt í ástæðurnar fyrir því að sérhljóðin stuðla hvert við annað, fjallað um ljóðstafinn s og flækjurnar kringum hann, gerð grein fyrir því hvernig stuðlunin skiptist niður á orð eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra, sýnt fram á að stundum er hægt að aldursgreina ljóð eftir því hvernig höfundurinn beitir stuðlunum og vikið að því þegar framburður hefur áhrif á stuðlunina.

Svipur brotanna. Líf og list Bjarna Thorarensen

Þórir Óskarsson

Svipur brotanna. Líf og list Bjarna Thorarensen

5.900,- / 4.720,-

Svipur brotanna. Líf og list Bjarna Thorarensen

Þórir Óskarsson

Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga. Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum.
Um leið var hann eitt þeirra þjóðskálda 19. aldar sem reyndu að efla sjálfsvitund landsmanna og menningarlegt og pólitískt forræði innan þess fjölþjóðlega danska konungsríkis sem þeir voru þá hluti af.Undanfarna áratugi hefur lítið farið fyrir Bjarna og ljóðum hans. Sum þeirra lifa að vísu sjálfstæðu lífi í íslensku umhverfi, menningu og tungumáli en bera oft sama svip og veðraður og mosagróinn legsteinn Bjarna. Þar gildir einu hvort fjallkonan á í hlut, ekið er um Gullinbrú í Grafarvogi, gripið er til orðtaksins um að Ísalands óhamingju verði allt að vopni eða rætt um kynlega kvisti mannlífsins. Hvaðan koma þessi orð og fyrirbæri, í hvaða samhengi stóðu þau upphaflega og hver var höfundur þeirra? Í þessari bók er rýnt í líf og list Bjarna.

Þórir Óskarsson er bókmenntafræðingur og hefur um langt skeið sinnt rannsóknum á íslenskum bókmenntum 19. aldar.

Tímanna safn. Kjörgripabók

Tímanna safn. Kjörgripabók

8.900,- / 7.120,-

Tímanna safn. Kjörgripabók

Fjallað er í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þeir endurspegla fjölbreytta safneign og er t.a.m. fjallað um bækur, handrit, einkaskjöl, tímarit og hljómplötur. Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu en 1994 sameinuðust Landsbókasafn og Háskólabókasafn undir einu þaki.
Safnið á sér þó sögu sem nær aftur til ársins 1818 þegar Landsbókasafn, sem í fyrstu hét Stiftsbókasafn, var stofnað. Á þessum ríflega 200 árum hefur safnkosturinn vaxið og starfsemin tekið breytingum.Með bókinni er ætlunin að varpa ljósi á fjölbreytni safnkostsins. Í henni er vakin athygli á efni sem lítið hefur verið fjallað um áður, í bland við þekktari gersemar í safnkostinum. Birtar eru ljósmyndir af hverjum kjörgrip ásamt texta þar sem gerð er grein fyrir honum. Höfundar texta eru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn safnsins.

Tónar útlaganna

Árni Heimir Ingólfsson

Tónar útlaganna

7.900,- / 6.320,-

Tónar útlaganna

Árni Heimir Ingólfsson

Fyrir hartnær öld hrönnuðust upp óveðursský í Þýskalandi. Ofsóknir gegn gyðingum mögnuðust uns þeim var ekki lengur vært í ríki nasista. Því reyndi fólk af gyðingaættum að komast úr landi og til Íslands komu þrír hámenntaðir tónlistarmenn: Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic. Hér beið þeirra það mikla verkefni að lyfta tónlistarmenningu þjóðarinnar á nýtt stig af elju og smitandi ákafa. Þeir stjórnuðu kórum og hljómsveitum, stunduðu kennslu, sömdu tónlist og iðkuðu fræðistörf. Með framlagi sínu stuðluðu þeir að stórstígum framförum í íslensku tónlistarlífi.

Almenn rit

Sýni eina niðurstöðu