Vestfirðinga sögur

Íslenzk fornrit VI

Vestfirðinga sögur

6.214,- / 4.971,-

Vestfirðinga sögur

Íslenzk fornrit VI

Gísla saga Súrssonar er ein hin vinsælasta í flokki hinna skemmri Íslendingasagna. Efnið er harmsögulegt og þó kímni blandið, áhrifameira vegna þess að við eigast nánir ættingjar, venslamenn og vinir. Gísli vegur mág sinn til hefnda eftir annan mág, er dæmdur sekur skógarmaður og þolir útlegð lengst allra Íslendinga næstur Gretti, ofsóttur af fjandmönnum uns hann er felldur eftir frækilega vörn. Hann er skáld gott og yrkir um andstreymi sitt og illa drauma, en kona hans Auður veitir honum styrk og fylgir honum að síðustu í útlegðinni af óbilandi tryggð.


Fóstbræðra saga segir frá Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi. Þeir sórust á ungum aldri í fóstbræðralag og hétu því „að sá þeirra skyldi annars hefna er lengur lifði“. Þormóður er skáld og ásthneigður, en Þorgeir óspektarmaður og vegur menn af litlu tilefni. Eftir víg Þorgeirs fer Þormóður til Grænlands að hefna hans og lendir þar í miklum ævintýrum. Hann er giftumaður og áform hans ná fram að ganga – einnig sú ósk að hann fái að falla á Stiklarstöðum með konungi sínum, Ólafi helga, en í frásögninni af dauða Þormóðar rís list sögunnar hæst.


Þáttur Þormóðar segir frá því hversu Þormóður Kolbrúnarskáld komst á fund Knúts ríka Dana­konungs og síðan Ólafs helga Noregskonungs. Þátturinn er að mestu óháður Fóstbræðra sögu. Hann er varðveittur í Flateyjarbók og einnig í Elstu sögu (Helgisögu) Ólafs helga, og sýnir það að hann er ærið forn.


Hávarðar saga Ísfirðings er blandin ýkjum fornaldarsagna og vafalaust frá yngsta skeiði Íslendingasagna á 14. öld. Persónur skiptast í tvo flokka, illar og góðar. Varmennið Þorbjörn vegur Ólaf bjarnyl, son Hávarðar, en faðirinn hefnir sonarins með vaskleik eftir að hafa legið sorgfullur í rekkju sinni í þrjá vetur.


Auðunar þáttur vestfirzka er einn hinn frægasti og snjallasti allra Íslendingaþátta. Þetta er dæmisaga um þrautseigan mann og trygglyndan sem stenst hættur og mannraunir til að fullkomna sitt ætlunarverk, hlýtur að verðleikum stórgjafir af erlendum konungum, en jafnar metin fullkomlega með sinni eigin gjöf að sögulokum.


Þorvarðar þáttur krákunefs er einnig dæmisaga um Íslending sem færir erlendum konungi ríkulega gjöf, en hlutverkaskipan er önnur og ekki heldur jafn haglega lagt á vogarskálarnar sem í Auðunar þætti.

Vestfirðinga sögur

6.214 kr.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.