3.900,- / 3.120,-
Undir Hraundranga
Ritstjóri: Sveinn Yngvi Egilsson
Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson.
Hér er að finna fjölbreytt skrif um ævi og örlög Jónasar Hallgrímssonar, um vísindastörf hans og hugmyndaheim, um áhrifavalda og umhverfi hans. Fjallað er um mörg áhugaverðustu verk skáldsins og tekist á um túlkun þeirra. Elstu ritgerðirnar eru eftir Konráð Gíslason og Hannes Hafstein. Auk núlifandi fræðimanna og skálda eiga margir þekktir höfundar frá 20. öld efni í bókinni. Meðal þeirra er Einar Ól. Sveinsson, Halldór Laxness, Sigurður Nordal og Svava Jakobsdóttir.
Útgáfuár: 2007