
7.900,- / 6.320,-
Tónar útlaganna
Árni Heimir Ingólfsson
Fyrir hartnær öld hrönnuðust upp óveðursský í Þýskalandi. Ofsóknir gegn gyðingum mögnuðust uns þeim var ekki lengur vært í ríki nasista. Því reyndi fólk af gyðingaættum að komast úr landi og til Íslands komu þrír hámenntaðir tónlistarmenn: Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic. Hér beið þeirra það mikla verkefni að lyfta tónlistarmenningu þjóðarinnar á nýtt stig af elju og smitandi ákafa. Þeir stjórnuðu kórum og hljómsveitum, stunduðu kennslu, sömdu tónlist og iðkuðu fræðistörf. Með framlagi sínu stuðluðu þeir að stórstígum framförum í íslensku tónlistarlífi.