3.990,- / 3.192,-
Tilvist, trú og tilgangur
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Í hverri kynslóð glímir mannfólkið við tilvistarspurningar eins og þær hvort Guð sé til og hver sé tilgangur lífsins. Guðfræðingar hafa fengist við slík álitamál öldum saman og tíðum leitað í smiðju til heimspekinnartil að skýra samband Guðs og manns.
Í þessari bók er fjallað um nokkrar helstu kenningar um tilvist Guðs allt frá guðsönnunum Anselms á elleftu öld til guðsafneitunar Nietzsche á tuttugustu öld, og sögð deili á gagnrýni sem þær hafa sætt. Lýst er sambandi guðfræði og heimspeki, inntak trúarhugtaksins skýrt, auk þess sem fjallað er um þá tilvistartúlkun sem löngum hefur sett mark sitt á evangelísk-lútherska guðfræði.