Þrjár þýðingar lærðar

Ýmsir

Þrjár þýðingar lærðar

2.350,- / 1.880,-

Þrjár þýðingar lærðar

Ýmsir

Í þessari bók eru prentuð þrjú rit sem þýdd voru á norrænu á 12. og 13. öld. Elucidarius eftir Honorius Augustodunensis er samtal meistara og lærisveins og greinir frá heimsmynd kristinna manna á miðöldum. Um kostu og löstu eftir Alkvin frá Jórvík, ráðunaut og kennara Karlamagnúsar, gefur innsýn í siðfræði miðalda. Um festarfé sálarinnar eftir Hugo frá Viktorsklaustri er dulspekirit og fjallar um leit sálarinnar að hamingjunni.

Ritin eru öll prentuð með nútímastafsetningu. Þeim fylgja ýtarlegar skýringar og er fylgt úr hlaði með inngangi eftir Gunnar Harðarson, þar sem fjallað er um skóla, klaustur og menntastarf á miðöldum, gerð grein fyrir hverju ritanna um sig og rætt um gildi þeirra nú á dögum.

Útgáfuár: 1989

Þrjár þýðingar lærðar

2.350 kr.