Tækileg vitni

Sverrir Tómasson

Tækileg vitni

3.900,- / 3.120,-

Tækileg vitni

Sverrir Tómasson

Tækileg vitni er úrval ritgerða eftir dr. Sverrir Tómasson sem var gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans. Í bókinni eru 28 ritgerðir um bókmenntir og fræði sem upphaflega birtust á árunum 1974-2009. Greinunum fylgir eftirmáli höfundar þar sem við á.

Sverrir Tómasson lauk cand.mag.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1971 og stundaði framhaldsnám við háskólana í Giessen og Cambridge. Árið 1988 varði hann doktorsritgerð sína Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Hann starfaði við Stofnun Árna Magnússonar á árunum 1971-76 og frá 1983. Sverrir hefur flutt fyrirlestra um íslenskar fornbókmenntir víða um heim og jafnframt verið ötull við að kynna Íslendingum það evrópska bókmenntasamhengi sem fornrit okkar falla inn í. Þá hefur hann verið atkvæðamikill við útgáfur fornbókmennta, ekki síst útgáfur sem taka mið af þörfum almennra lesenda.

Útgáfuár: 2011

Tækileg vitni

3.900 kr.

Flokkur: