
5.900,- / 4.720,-
Söngur ljóðstafanna
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Þessi bók inniheldur safn greina um bragfræði, einkum þá hlið hennar sem snýr að stuðlasetningu. Hér er rýnt í ástæðurnar fyrir því að sérhljóðin stuðla hvert við annað, fjallað um ljóðstafinn s og flækjurnar kringum hann, gerð grein fyrir því hvernig stuðlunin skiptist niður á orð eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra, sýnt fram á að stundum er hægt að aldursgreina ljóð eftir því hvernig höfundurinn beitir stuðlunum og vikið að því þegar framburður hefur áhrif á stuðlunina.