Sigurjónsbók

Ýmsir

Sigurjónsbók

6.500,- / 5.200,-

Sigurjónsbók

Ýmsir

Á fimm alda afmæli siðabótarinnar fagnar séra Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur sextugsafmæli. Sigurjón er ekki aðeins einn helsti Lúthersfræðingur okkar Íslendinga, heldur einnig afkastamikill rithöfundur á sviði guðfræðirannsókna.

Sigurjón er einn fárra Íslendinga sem lokið hafa tveimur doktorsprófum. Á undanförnum árum hefur hann sent frá sér átta bækur um guðfræði, heimspeki, kirkjusögu og siðfræði auk þess sem fjöldi ritrýndra greina eftir hann hafa birst í virtum fræðiritum, bæði hér heima og erlendis. Þá er hann mikill unnandi djasstónlistar og lauk nýverið einleikaraprófi í saxafónleik frá Tónlistarskóla FÍH. Sigurjónsbók er tilraun til þess að heiðra prestinn, fræðimanninn og tónlistarmanninn á þessum merku tímamótum. Í bókina skrifa 20 fræðimenn, íslenskir og erlendir, um guðfræði, heimspeki, sagnfræði, bókmenntir og tónlist. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þekkja vel til afmælisbarnsins og margar greinanna bera því vitni með einum eða öðrum hætti.

Sigurjónsbók

6.500 kr.