Síðasta setning Fermats

Simon Singh

Síðasta setning Fermats

3.490,- / 2.792,-

Síðasta setning Fermats

Simon Singh

Þýðing: Kristín Halla Jónsdóttir. Inngang ritar Sigurður Helgason.

Pierre de Fermat (1601-1665) telst til merkustu stærðfræðinga sögunnar fyrir að hafa lagt grunninn að talnafræði nútímans og fyrir mikilvægar grundvallaruppgötvanir örsmæðarreiknings, stærðfræðilegrar eðlisfræði og fleiri sviðum. Það er þó ein setning öðrum fremur sem valdið hefur ómældum heilabrotum stærðfræðinga fram á okkar daga. Sú gengur undir nafninu „síðasta setning Fermats.“

Setningin fræga fannst eftir dauða Fermats, hripuð á bókarspássíu ásamt þeim orðum að hann hefði fundið dásamlega sönnun á henni, en að sönnunin rúmaðist ekki á spássíunni. Hún segir að engin jákvæð heiltölulausn sé til á jöfnunni xn + yn =zþar sem veldisvísirinn er tala hærri en tveir. En þrátt fyrir einfaldleika setningarinnar leið hálf fjórða öld þar til breska stærðfræðingnum Andrew Wiles tókst að sanna hana á síðasta áratug 20. aldar.

Þessi bók rekur sögu þessa lífsseiga vandamáls, sem reynist ótrúlega litrík og spennandi, og aðkomu fjölmargra hugsuða að þeirri sögu, allt aftur að rótum vandamálsins í jöfnu Pýþagórasar.

Höfundurinn, Simon Singh er með doktorspróf í eðlisfræði frá Cambridge-háskóla en sérhæfir sig í skrifum um vísindi og vísindasögu auk verkefna og heimildamyndagerðar til að kynna raunvísindi almenningi. Sigurður Helgason stærðfræðiprófessor ritar inngang.

 

Síðasta setning Fermats

3.490 kr.

Flokkur: