4.500,- / 3.600,-
Send í sveit: Þetta var í þjóðarsálinni
Ritstjórar: Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson
Send í sveit: Þetta var í þjóðarsálinni fjallar um sögu siðarins að senda börn í sveit, ástæður þess að börn fóru í sveit, lífið í sveitinni, dráttarvélaslysin, sveitadvöl sem félagslegt úrræði og hvernig siðurinn birtist í bókmenntum og ljósmyndum. Frásagnir sumardvalarbarna, heimafólks og annarra er leiðarstef hennar ásamt tölulegum upplýsingum. Siðurinn að senda börn í sveit er margbrotinn — hann var í þjóðarsálinni.