Saga Íslands VIII

Lýður Björnsson, Guðbjörn Sigurmundsson og Þóra Kristjánsdóttir

Saga Íslands VIII

4.380,- / 3.504,-

Saga Íslands VIII

Lýður Björnsson, Guðbjörn Sigurmundsson og Þóra Kristjánsdóttir

Áttunda bindið í ritröðinni Saga Íslands tekur til tímabilsins 1695-1795, auk þess er greint frá bókmenntasögu tímabilsins 1750-1840 og listasögu 18. aldar. Hér er fjallað um viðhorf landsmanna til 18. aldarinnar, gerð grein fyrir mannfjöldaþróun, stjórnskipun og stjórnsýslu, verslun og öðrum atvinnuvegum. Lengi var það trú manna að 18. öldin hefði verið öld hningnunar og einkennst af kúgun og niðurlægingu; þannig hafi drepsóttir, náttúruhamfarir og dönsk verslunareinokun haft afgerandi áhrif á þróun og viðgang mannlífs í landin. Þessi mynd er einhæf og ekki alls kostar rétt. Eftir 1750 verða til að mynda miklar framfarir í athafnalífi, lagður er grundvöllur að þéttbýlismyndun og um leið nútímaþjóðfélagi. Við lok 18. aldar verða skörp skil í íslenskri myndlistarsögu þegar gullöld hérlendrar kirkjulistar virðast líða undir lok. Um miðja öldina fer upplýsingin  að setja mark á bókmenntir og er saga þeirra rakin uns áhrifa rómantísku stefnunnar fer að gæta á fyrri hluta 18 aldar.

Ritstjórar: Sigurður Líndal og Magnús Lyngdal Pétursson

Saga Íslands VIII

4.380 kr.

Flokkur: