Raunveruleiki hugans er ævintýri

Guðrún Steinþórsdóttir

Raunveruleiki hugans er ævintýri

4.500,- / 3.600,-

Raunveruleiki hugans er ævintýri

Guðrún Steinþórsdóttir

„Án ímyndunaraflsins kæmist ég ekkert“

Sögur Vigdísar Grímsdóttir eru þekktar fyrir að vekja upp margvíslegar tilfinningar og kynda undir ímyndunarafli lesenda. Í bókinni Raunveruleiki hugans er ævintýri er fjallað um valdar sögur skáldkonunnar, einkenni þeirra og viðtökur í ljósi hugrænnar bókmenntafræði. Rætt er um ímyndunarafl og sköpunarhæfni persóna, hugað að einkaheimum þeirra, ímynduðum vinum, sjálfsblekkingu, samlíðan og valdabaráttu auk þess sem gefinn er gaumur að þemum eins og ást, í margvíslegum myndum, og þrá sem ekki er unnt að uppfylla.

Lesandinn er einnig í brennidepli. Gerð er grein fyrir eigindlegum rannsóknum á tilfinningaviðbrögðum og samlíðan raunverulegra lesenda andspænis persónum og aðstæðum í skáldskap Vigdísar. Til dæmis er skoðað hvaða tilfinningar vakna við lesturinn, hvernig lesendur nýta ímyndunaraflið og sköpunarhæfnina þegar þeir fylla inn í eyður verkanna sem þeir lesa og búa sér til bakgrunnssögur um persónur og sögusvið og hvernig þeim gengur að ferðast inn í söguheima sagnanna.

Raunveruleiki hugans er ævintýri

4.500 kr.