3.700,- / 2.960,-
Pyrrhos og Kíneas
Simone de Beauvoir
„Er ekki fráleitt af Pyrrhosi að fara að heiman aðeins til þess að snúa þangað aftur? Eða af tennisleikaranum að slá í boltann til þess eins að fá hann aftur til baka? Eða af skíðamanninum að fara upp brekku til þess eins að renna sér jafnóðum niður? “
Pyrrhos og Kíneas er fyrsta heimspekiverk Simone de Beauvoir, upphaflega útgefið 1944. Hún markar þar sérstöðu sína sem tilvistarheimspekingur og siðfræðingur með hugleiðingum um stöðu mannsins í heiminum, þrotlausa leit hans að tilgangi, grundvöll siðferðis, mannleg samskipti, tengslamyndun og einstaklingsfrelsi.