3.900,- / 3.120,-
Pipraðir páfuglar
Sverrir Tómasson
Bók þessi er tvíþætt. Fyrri hluti hennar fjallar um mat og mataræði Íslendinga á miðöldum og er bókmenntaleg leiðsögn um venjur og siði forfeðranna við borðhald. Hún á að sýna hvernig þekking á mataræði hjálpar lesendum fornbókmenntanna að skilja betur manngerðir tímanna og athafnir þeirra sem þá koma við sögu. Maturinn er einnig bundinn við ákveðnar stéttir; höfðinginn og tröllin snæða annað en sauðsvartur almúginn. Síðari hlutinn eru uppskriftir að réttum sem voru á borðum Skarðverja, aðalsmanna í Vestfirðingafjórðungi á 14. og 15. öld. Uppskriftirnar hafa varðveist í lækningabók, sem gerð var að frumkvæði þeirra um 1500.
Dr. Sverrir Tómasson er fyrrverandi prófessor við stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.