Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar

Sigurður E. Guðmundsson

Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar

6.990,- / 5.592,-

Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar

Sigurður E. Guðmundsson

Sigurður E. Guðmundsson var fæddur í Reykjavík árið 1932 og ólst því upp fyrstu ár sín á áratug kreppunnar miklu á síðustu öld. Hann kynntist af eigin raun í uppvextinum kjörum fátækrar verkamannafjölskyldu og húsnæðisskortinum sem alþýðufólk mátti búa við þá og á eftirstríðs árunum. Hann fékk snemma áhuga á stjórnmálum og gekk ungur í Alþýðuflokkinn og var alla tíð síðan sannur og trúr jafnaðar maður, bæði í anda og verki.

Lengst af starfaði hann í opinberri þjónustu hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og leiðarstjarna hans þar var að efnalítið fólk ætti raunhæfan kost á góðu og öruggu húsnæði fyrir sig og sína. Hann lagði ætíð mikla áherslu á gildi menntunar fyrir alla, og eftir starfslok lét hann draum sinn rætast og settist að nýju á skólabekk við Háskóla Íslands.

Það var honum ómetanlegt að fá tækifæri til að stunda þar nám í sagnfræði þótt á eftirlaunaaldri væri, og hann lagði sig allan fram og naut þess til hins ítrasta. Ef kostur var á valdi hann sér gjarnan verkefni í náminu sem sneru að kjörum og aðstæðum alþýðunnar og verkafólks á fyrri tíð, og lokaritgerðir hans við skólann fjalla um slík efni. Bók sú sem hér kemur fyrir sjónir er því endapunktur, og um leið hápunkturinn, á lífi og ævistarfi hugsjónamanns.

Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar

6.990 kr.