4.900,- / 3.920,-
Napóleon
Herman Lindqvist
Þýðing: Borgþór Kjærnested
Sagan um Napóleon er um fátæka föðurlandssinnan, ástríðufulla kvennamanninn og ákafa sögumanninn sem dreymdi um að verða rithöfundur eða vísindamaður, en lenti í hringiðu frönsku byltingarinnar, greip tækifærið og varð valdamesti maður síns tíma. Hvernig gat þetta gerst? Hvað fékk hann til að setja keisarakórónu á höfuð sér? Var það stórmennskubrjálæði eða eðlileg umbun fyrir mikinn og stórbrotinn frægðarferil? Frá dögum Rómverja hefur enginn stjórnað jafn víðáttumiklu riti né stýrt þvílíkum herafla og Napóleon Bonaparte. Hann dreymdi um sameinaða Evrópu sem hafði einn gjaldmiðil, ein lög og eina höfuðborg: París. Draumur hans kostaði milljónir manna lífið. Styrjaldir hans, umbætur í stjórnsýslu og ákvarðanir hafa haft áhrif á þjóðir Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkin allt til þessa dags.
Lesandinn dregst inn í skemmtilega og hrífandi lýsingu sænska rithöfundarins Hermans Lindqvist á lífshlaupi Napóleons í bók sem hefur verið þýdd á mörg tungumál. Á þriðja hundrað litmynda prýða bókina.