3.700,- / 2.960,-
Minnisblöð Maltes Laurids Brigge
Rainer Maria Rilke
Benedikt Hjartarson þýddi og ritaði inngang.
„Og maður á engan og ekkert að og flækist um heiminn með ferðatösku og bókakassa og nánast án nokkurrar forvitni. Hvers konar líf er þetta eiginlega? Ekkert hús, ekkert erfðagóss, engir hundar. Ef maður ætti í það minnsta endurminningar. En hver á sér slíkar?“
Eina skáldsaga Rilkes hefur að geyma ljóðrænar lýsingar á glímu söguhetjunnar við stórborgina og glundroða nútímans, grimmilegar æskuminningar og brot úr evrópskri menningarsögu. Hér er á ferð tímamótaverk eftir einn af meisturum evrópskrar nútímaljóðlistar frá árinu 1910.