Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða

Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða

7.500,- / 6.000,-

Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða

Markmiðið með útgáfu þessa greinasafns er að skapa samræðu um þetta efni og kortleggja um leið þó ekki væri nema brot af þeim handritum og bókmenntaverkum sem rísa úr djúpinu frá miðöldum til okkar tíma.
Þegar spáð er í íslenska bókmennta- og menningarsögu má sjá hvernig mörg merkisverk íslenskra bókmennta eiga rætur sínar að rekja til Vestfjarða og Stranda. Markmiðið með útgáfunni á greinasafninu Menning við yst haf er að skapa samræðu um þetta efni og kortleggja um leið þó ekki væri nema brot af þeim handritum og bókmenntaverkum sem rísa úr djúpinu frá miðöldum til okkar tíma. Útgáfan er lokahluti verkefnisins Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða (2017–2021) og byggir að hluta á erindum sem flutt voru á Hrafnseyri (sumarið 2017) og tveimur málþingum á Ísafirði, (2018 í Edinborgarhúsinu og 2021 í Safnahúsinu). Tilurð verkefnisins hvílir í sumarnámskeiði Íslenskudeildar Manitoba-háskóla á Vestfjörðum (2007-2015) og samstarfi deildarinnar í því efni við Háskólasetur Vestfjarða. Verkefnið hefur notið stuðnings prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar við Háskóla Ísland sem Guðmundur Hálfdanarson gegnir og hann skrifar formála bókarinnar.Greinarhöfundar eru fræðimenn og rithöfundar frá Íslandi, Kanada og Danmörku, og ritstjórar bókarinnar eru Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og staðarhaldari á Hrafnseyri.

Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða

Flokkur: