Krullað og klippt

Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Krullað og klippt

7.900,- / 6.320,-

Krullað og klippt

Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Saga háriðna á Íslandi er aldarspegill og fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna á 20. öld. Í forgrunni eru rakarastofan, griðland karlmennskunnar, og hárgreiðslustofan, sem var veröld kvenna, allt þar til hársnyrtistofur nútímans leystu þær af hólmi sem vettvangur beggja kynja. Bókin varpar ljósi á þróun handverks í háriðnum og ólík kjör og aðstæður karla og kvennastéttar sem voru í meginatriðum að fást við sambærileg störf, að fegra og snyrta hár. En saga háriðna hefur víðari skírskotun. Hún er einnig saga um nútímavæðingu þjóðar, saga um mótun og þróun borgarsamfélags, saga um eflingu hreinlætis- og tískuvitundar, en þar voru frumkvöðlar í háriðnum í fararbroddi.

Fjölbreyttar heimildir liggja ritinu til grundvallar. Þar vega þyngst viðtöl við rúmlega hundrað einstaklinga sem störfuðu í háriðnum um lengri eða skemmri tíma og aðstandendur látinna fagmanna. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem varpa einstöku ljósi á sögu hárgreiðslu- og rakarafagsins hér á landi, sem margar birtast nú opinberlega í fyrsta sinn.

Bóki tilheyrir ritröðinni SAFN TIL IÐNSÖGU ÍSLENDINGA, sem fjallar um iðnþróun á Íslandi. Þar er lýst einkennum, verkefnum og vinnuaðferðum í helstu iðngreinum og leitast við að lýsa og skýra þátt iðnaðar í atvinnusögu þjóðarinnar.

Bókin er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis

Krullað og klippt

7.900 kr.