7.900,- / 6.320,-
Kosningafræðarinn. Kjördæmaskipan og aðferðir við úthlutun sæta
Þorkell Helgason
Bókin veitir veitir heildaryfirlit yfir aðferðir við úthlutun sæta að loknum kosningum, svo sem í sveitarstjórnum eða á þjóðþingum en einnig í persónukjöri. Jafnframt er fjallað um ýmiss konar fyrirkomulag kjördæmaskipanar.
Í bókinni er farið yfir viðfangsefnið með skýringarmyndum, töflum og talnadæmum á þann hátt að auðskilið sé leikmönnum jafnt sem lærðum. Í kjölfarið er kafað dýpra og beitt stærðfræði, sem er þó fremur einföld. Undir lokin er bent á hvað geti orðið til bóta í ákvæðum um kosningar til Alþingis.
Höfundur megintextans, Þorkell Helgason stærðfræðingur, hefur verið ráðgjafi stjórnvalda um þennan málaflokk í meira en fjóra áratugi. Byggt er á fræðiritum, auk eigin rannsókna og útreikninga höfundarins.
Ritinu fylgir bókarauki eftir Jón Kristin Einarsson sagnfræðing þar sem rakin er þróun íslenskra kosningalaga allt frá endurreisn Alþingis til okkar daga.
Auk prentaðrar útgáfu fylgir aðgangur að vefútgáfu ritsins þar sem farið er ítarlegar í þá stærðfræði sem að baki liggur.
Kosningafræðarinn er lykilrit fyrir þá sem vilja ná sem fyllstum skilningi á grundvallarþætti lýðræðisins.