3.990,- / 3.192,-
Kirkjur Íslands 31
Ýmsir
Þetta lokabindi ritraðarinnar er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum eru þrjár yfirlitsgreinar um íslenskar kirkjubyggingar; um steinhlaðnar kirkjur á Íslandi, friðlýstar torf- og timburkirkjur og friðlýstar steinsteypukirkjur. Í seinni hlutanum eru skrár sem taka til allra binda ritverksins; skrá um hagleiksfólk sem kom að byggingu friðaðra kirkna eða á gripi í þeim, og nær hún yfir öll bindin. Því næst eru þrjár samfelldar skrár um 1) höfunda, 2) ljósmyndara, 3) húsameistara, teiknara og mælingamenn. Aftan við skrárnar eru leiðréttingar og viðbætur, sem flestar hafa birst áður en er nú safnað saman í einn bálk. Aftast eru orðskýringar með nokkrum skýringarmyndum.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns og Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, hafa tekið. Þá eru og birtir uppdrættir af flestum þeirra kirkna, sem um er fjallað.
Höfundar eru arkitektarnir Guðmundur L. Hafsteinsson, sviðsstjóri húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, Pétur H. Ármannsson og Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason skjalavörður.
Ritstj. Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason