3.990,- / 3.192,-
Kirkjur Íslands 29
Ýmsir
Í þessu bindi er sagt frá Skálholtsdómkirkju. Kirkjan var reist á árunum 1956-1963 og á sér að hluta fyrirmynd í hinum fornu dómkirkjum staðarins, en útlit hennar er nútímalegt og stílhreint. Arkitekt var Hörður Bjarnason. Kirkjuna prýða steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur, altaristaflan er mósaíkmynd eftir Nínu Tryggvadóttur. Í bókinni er ýtarlegur kafli um sögu Skálholtsstaðar. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns og Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, hafa tekið, og uppdráttum að Skálholtsdómkirkju sem veita skýra innsýn í mótunarsögu kirkjunnar og tilurð.
Höfundar eru Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður og nú fræðimaður hjá Þjóðminjasafni Íslands, Pétur H. Ármannsson arkitekt, listfræðingarnir Guðbjörg Kristjánsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Guðlaug Vilbogadóttir, sérfræðingur á Minjastofnun Íslands.
Ritstj. Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason