Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Stefán Arnórsson

Jarðhiti og jarðarauðlindir.

5.500,- / 4.400,-

Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Stefán Arnórsson

Umhverfisrit Bókmenntafélagsins

Í þessari bók er fjallað um eina mikilvægustu auðlind Íslandinga, orkuna í jarðhitasvæðunum. Íslenskar aðstæður eru lagðar til grundvallar en lögð áhersla á eðli jarðhitaauðlindarinnar á hnattræna vísu og lesendur fá tækifæri til að bera hana saman við aðrar auðlindir að efnabyggingu, eðli og vinnsluaðferðum.

Bent er á að þrátt fyrir sérfræðiþekkingu íslenskra vísindamanna á jarðhitasviði hafi nokkuð skort skilning á eðli auðlindarinnar við uppbyggingu virkjana hérlendis. Engin tvö jarðhitakerfi eru eins, segir höfundur, og því þarf rannsóknir og fræðilegt mat á hverju stigi, frá tilgátu og leit til lokaákvörðunar um virkjun. Misráðnar nýtingarframkvæmdir kunna að stafa meðal annars af því að jarðhitaorkuna er erfitt að flokka sem endurnýjanlega eða endanlega. Leit, framkvæmdir og nýting verða að fara fram undir merkjum sjálfbærrar framvindu með almannahag að markmiði.

Stefán Arnórsson er fæddur í Reykjavík 6. desember 1942. Hann stundaði grunnnám í jarðfræði við Edinborgarháskóla og framhaldsnám í nytjajarðefnafræði við Imperial College í London. Doktorsritgerð hans ber heitið A Geochemical Study of Selected Elements in Thermal Waters of Iceland. Að námi loknu starfaði Stefán um áratugarskeið við Orkustofun en síðan við Háskóla Íslands. Jafnframt hefur hann unnið víða erlendis sem sérfræðingur og ráðgjafi við jarðhitaverkefni. Stefán hefur helgað ævistarf sitt rannsóknum á jarðhita. Eftir hann liggja um 120 ritverk (bókarkaflar og greinar í ritrýndum tímaritum) og auk þess um 150 skýrslur um ýmis efni á sviði jarðefnafræði og orkumála. Bókin er gefin út í tilefni 75 ára afmælis höfundar.

 

Jarðhiti og jarðarauðlindir.

5.500 kr.