Íslenskar bókmenntir I-II

Íslenskar bókmenntir I-II

9.900,- / 7.920,-

Íslenskar bókmenntir I-II

„Í riti sem fjallar um íslenska bókmenntasögu er eðlilegt að í upphafi sé leitað svara við þremur spurningum: Hvað eru bókmenntir? Hvað er íslenskt? Hvað er saga bókmennta? Þessara spurninga er raunar ekki síst spurt hér í upphafi til að lesendur átti sig á að höfundar þessa rits ætla sér ekki þá dul að setja saman einfalda lýsingu á ástandi sem blasir við öllum.“

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga. Verkið er ætlað háskólastúdentum, kennurum og áhugamönnum um íslenskar bókmenntir.

Höfundar eru Ármann Jakobsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Ásta K. Benediktsdóttir.

Íslenskar bókmenntir I-II

9.900 kr.

Flokkur: