Iðnríki okkar daga

John Kenneth Galbraith

Iðnríki okkar daga

3.490,- / 2.792,-

Iðnríki okkar daga

John Kenneth Galbraith

Þýðing: Guðmundur Magnússon.Inngang ritar Jóhannes Nordal.

John Kenneth Galbraith er meðal þekktustu hagfræðinga samtímans og kenningar hans eru að sama skapi umdeildar. Óumdeildir eru hins vegar rithöfundarhæfileikar hans, en Galbraith er frægur fyrir hnitmiðaðan og hárbeittan stíl og þykir setja hugsun sína, hvort sem er um hagfræði eða önnur efni, fram á skýran og vægðarlausan hátt.

Í Iðnríki okkar daga birtast fyrirlestrar sem Galbraith samdi fyrir breska ríkisútvarpið (BBC) árið 1966 og urðu strax tilefni til mikilla umræðna og deilna, enda hafa þeir að geyma óvægna gagnrýni á ýmsar hefðbundnar skoðanir og vanahugsun um efnahagsmál. Fyrirlestrarnir eru ágrip af höfuðriti Galbraiths, Iðnríkinu nýja (The New Industrial State), þar sem hann setur fram yfirgripsmikla kenningu sína um um eðli og starfshætti vestrænna nútímaþjóðfélaga og fellir ýmsar nýstárlegar hugmyndir sínar og gagnrýni á eldri kenningar inn í heilsteypt kerfi.

John Kenneth Galbraith gegndi stöðu prófessors í hagfræði við Harvardháskóla um áratuga skeið. Hann var handgenginn John F. Kennedy og var meðal annars um tíma sendiherra Bandaríkjanna á Indlandi. Gagnrýni hans á hagstjórn ríkis síns var þó á köflum róttæk, hann taldi hagfræðikenningar sem einskorðast við markaðsöflin hafa takmarkaðan skýringamátt og gefa skakka mynd af samspili stórfyrirtækja við hin smærri, við atvinnumarkaðinn og ríkið. Hann benti á að stórar fyrirtækjasamsteypur hefðu mikil áhrif á markað og stjórnmál og  brá upp tvíeðlismynd af hagkerfinu þar sem annars vegar eru stórfyrirtæki og hins vegar hin smærri sem lúta afar ólíkum lögmálum. Þessum lögmálum þarf að gera skil til að skýra ástand og þróun hagkerfisins í iðnvæddum nútímaríkjum.

Við þriðju útgáfu bókarinnar hefur verið bætt bókarauka, ritgerðinni „Heildarmynd af hagkerfi samtímans“, þar sem höfundurinn dregur saman ýmsar niðurstöður sínar frá því að hún kom fyrst út. Ritgerðin er þýdd af Þorsteini Gylfasyni og veitir hún glöggt yfirlit yfir hagfræðikenningar Galbraiths. Jóhannes Nordal fjallar í inngangi um feril Galbraiths í ljósi hugmynda hans um eðli hagfræðinnar og mikilvægi þess að berjast gegn vanahugsun um efnahags- og þjóðfélagsmál.

Iðnríki okkar daga

3.490 kr.

Ekki til á lager

Flokkur: