7.900,- / 6.320,-
Í hálfkæringi og alvöru
Árni Björnsson
Í þessari bók Árna Björnssonar er úrval greina, erinda og ritgerða um margvísleg efni. Hér birtast fyrirlestrar og erindi sem höfundur hefur flutt víðs vegar á síðustu hálfri öld. Höfundur kemur víða við, fjallar um íslensk fræði og menningarsögu, um alþjóðamál og stjórnmál hérlendis og erlendis – skrifar meðal annars einskonar pólitíska ævisögu. Bókin veitir innsýn í störf og ævi Árna Björnssonar, víðföruls menntamanns með alþýðlegar rætur, en varpar einnig ljósi á aðstæður, viðfangsefni og viðhorf heillar kynslóðar. Bókin er gefin út í tilefni 85 ára afmælis höfundar í janúar 2017.