7.900,- / 6.320,-
Höfundur verður til. Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta
„Jón Trausti, Guðmundur Magnússon frá Hrauntanga í Öxarfjarðarheiði, stendur mér fyrir hugskotsjónum sem einn mestur undramaður að verið hafi í íslenskri sagnasmíð fyrr og síðar. Allir vetur mínir heima eru tengdir minningunni um nafn þessa manns og verka hans.“ Halldór Laxness, Í túninu heima.
Ævi Guðmundar Magnússonar (1873-1918), sem þrjátíu og þriggja ára tók sér höfundarnafnið Jón Trausti, er lyginni líkust. Hún er sagan af því hvernig sárafátækur drengur frá einum nyrsta og harðbýlasta stað Íslands verður einn ástsælasti rithöfundur landsins.
Í þessari bók fjalla níu fræðimenn og rithöfundar um fjölbreytt höfundarverk Guðmundar, ljóð leikrit, skáldsögur, myndverk og ritgerðir og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil. Auk þess birtast hér í fyrsta sinn á prenti bréfaskipti Guðmundar og Þorvalds Thoroddsen landfræðings sem eru einstakar heimildir um hugmyndir rithöfundarins um sjáfan sig, verkin og íslenskt bókmenntasvið fyrstu áratuga 20. aldar.
Í ritinu birtast einnig í fyrsta sinn bréf milli Guðmundar og Þorvalds Thoroddsen landfræðings, stórmerkilegar heimildir um bókmenntaumræðu og vísindarannsóknir við
aldarmótin 1900.
Höfundar:
Atli Antonsson
Guðmundur Andri Thorsson
Guðrún Nordal
Guðrún Steinþórsdóttir
Hlynur Helgason
Hrafnkell Lárusson
Jón Yngvi Jóhannsson
Sveinn Yngvi Egilsson