3.990,- / 3.192,-
Grikkland ár og síð
Ýmsir
Á Grikklandi til forna var lagður grundvöllur alls menntalífs Vesturlanda, í listum og fræðum, heimspeki og vísindum. Bókin Grikkland ár og síð hefur að geyma tuttugu og fimm greinar eftir íslenska samtímamenn, rithöfunda og fræðimenn á ýmsum sviðum. Þær varpa ljósi á ólíka þætti grískrar menningar að fornu og nýju og veita yfirsýn yfir sögu lands og þjóðar. Þá eru í bókinni tveir kaflar með ljóðaþýðingum úr forngrísku og nýgrísku.