Galdrafárið í Evrópu

Hugh Trevor-Roper

Galdrafárið í Evrópu

3.490,- / 2.792,-

Galdrafárið í Evrópu

Hugh Trevor-Roper

Þýðing: Helgi Skúli Kjartansson sem einnig ritar inngang.

Galdrafárið í Evrópu er athyglisvert rit eftir einn af kunnustu sagnfræðingum Breta, Hugh Trevor-Ropers, sem tekst hér á hendur að rannsaka og leita skýringa á bylgju ofsókna í Evrópu á hendur meintu galdrafólki á tímum endurreisnar, upplýsingar og vísindabyltingar. Galdrafárið var þversagnakennt fyrirbæri og að mati höfundar um margt hliðstætt við gyðingaofsóknir á 20. öld, sem hann þekkti vel úr samtíma sínum og rannsóknum.

Bókin ber ritsnilld Trevor-Ropers ekki síður vitni en víðtækri þekkingu hans á evrópskri hugmyndasögu. Hér er ekki til umfjöllunar hjátrú og kukl alþýðu manna sem fyrirfundist hefur á öllum tímum, heldur leitast höfundurinn við að varpa ljósi á orsakir, framgang og endalok ofsóknaræðisins í samhengi við hugmyndasögulega strauma tímabilsins og þjóðfélagsþróun. Niðurstaða hans er sú að umfang galdrafársins, þá staðreynd að það stóð í heilar tvær aldir og ógnarvald rannsóknarréttarins sé ekki hægt að skýra með einangruðum og móðursýkislegum hugarburði kirkjunnar manna, heldur hafi það átt sér rætur í þjóðfélagsaðstæðum, átökunum um siðaskiptin og því sem bæði endurreisnarstefnan og vísindabyltingin sóttu í forna dultrú. Trevor-Roper rekur þessa þræði um alla álfuna og beinir sjónum að hugmyndaheimi hinna lærðu manna tímabilsins, sem nánast engir urðu til að rísa upp á móti ofsóknunum, en reynir líka að skýra hvernig alþýða manna gat gengist á hönd hugarfari sem umbar og hvatti til ofsóknanna. Lýsingarnar á atburðum þessarar óhugnanlegu sögu eru eftirminnilegar en leiðarljós höfundarins er að einnig hinir myrkustu kaflar mannkynssögunnar séu ómissandi til skilnings á henni.

Í inngangi þessarar útgáfu gerir þýðandinn, Helgi Skúli Kjartansson, Trevor-Roper og verkum hans nokkur skil, auk þeirra deilna sem uppi hafa verið um rannsóknir hans meðal sagnfræðinga. Loks lætur hann fylgja fróðlegt yfirlit um sögu galdraofsókna hér á landi.

Galdrafárið í Evrópu

3.490 kr.