7.900,- / 6.320,-
Fullveldi í 99 ár
Ýmsir
Bók þessi er gefin út í tilefni af sextugsafmæli Davíðs Þórs Björgvinssonar. Bókin geymir ritgerðir samferðamanna hans á ýmsum fræðasviðum auk lögfræði og eiga það sammerkt að lúta að fullveldishugtakinu sem hefur verið Davíð Þór hugleikið á fjölþættum starfsferli.
Davíð Þór hefur sinnt kennslu- og fræðastörfum sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og sem prófessor í alþjóðlegum mannréttindum við Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2004 var hann skipaður dómari við mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg og gegndi því embætti í níu ár. Eru þá ónefnd ýmis trúnaðarstörf á sviði laga og réttar.
Davíð Þór er afkastamikill og virtur fræðimaður og eftir hann liggja fjölmargar ritsmíðar um lögfræðileg efni. Helstu rit hans eru Barnaréttur (1995), EES-réttur og landsréttur (2006), Lögskýringar, Kenningar, aðferðir og sjónarmið við skýringu og beitingu laga (2008) og loks bók sem byggð er á doktorsritgerð hans við Háskólann í Strassborg árið 2013, The Intersection of International Law and Domestic Law. A Theorectical and Practical Analysis.