Formáli að Fyrirbærafræði andans

G.W.F. Hegel

Formáli að Fyrirbærafræði andans

3.700,- / 2.960,-

Formáli að Fyrirbærafræði andans

G.W.F. Hegel

„Sérhver einstaklingur, út af fyrir sig, er ófullkominn andi, áþreifanleg mynd. Í gjörvallri tilveru hans ríkir ein skilgreining en aðrar fyrirfinnast þar aðeins í máðum útlínum. Fyrir þeim anda sem stendur ofar öðrum er áþreifanleg tilvera á lægra stigi eins og sokkin í djúp og orðin að ógreinilegri mynd; það sem áður var kjarni málsins er nú aðeins menjar; mynd þess er hulin og orðin að litlausum skugga.“

Formáli að Fyrirbærafræði andans er ekki langur texti , en er þó í raun inngangur að lífsstarfi Hegels, hins áhrifamikla þýska heimspekings. Þar leggur hann drögin að sínu þekktasta verki, Fyrirbærafræði andans, en lýsir um leið grundvelli hugsunar sinnar sem blómstraði áfram í verkum á borð við Söguspeki hans, Réttarheimspeki og Fagurfræði. Í formálanum eru kynnt til sögunnar mörg þeirra hugtaka sem síðar verða byggingareiningarnar í heimspekikerfi Hegels . Formálinn er fyrsta verk Hegels sem kemur út á íslensku. Hann er sannarlega ekki aðgengilegasti texti sem skrifaður hefur verið, en hann er góð byrjun fyrir þá sem vilja kynnast heimspeki Hegels.

Þýðandinn Skúli Pálsson er þaulvanur þýðandi þýskra heimspekirita. Höfundur inngangs er Björn Þorsteinsson prófessor sem gjörþekkir alla króka og kima þýskrar hughyggju.

Formáli að Fyrirbærafræði andans

3.700 kr.