3.700,- / 2.960,-
Fædros
Platon
„Ef einhver göfugur maður og góðgjarn í lund sem sjálfur er ástfanginn af öðrum sér líkum eða hefur einhvern tíma verið elskaður af slíkum manni skyldi nú heyra okkur halda því fram að ástmenn rjúki upp stórmóðgaðir af litlu tilefni og séu afbrýðisamir og rætnir gagnvart ljúflingum sínum, heldurðu ekki að hann hlyti að telja sig vera að hlusta á mann sem uppalinn er hjá sjóurum og hefur aldrei kynnst ást við hæfi frjálsra manna? Hlyti hann ekki að þvertaka fyrir að fallast á lastmæli okkar um ástina?“
Fædros er meðal þekktustu verka Platons og kannski það verka hans sem í mestum hávegum er haft sem bókmenntaverk. Þetta er stutt samræða Sókratesar og Fædrosar og fjallar um efni sem skjóta upp kollinum í fleiri samræðum Platons: Ástina, mælskulist, þekkingu og röklist. Bókin kallast skemmtilega á við önnur verk Platons sem hafa komið út á íslensku, svo sem Samdrykkjuna. Þar er líka vikið að andúð Platons á hinu ritaða máli og hvernig samræðan er besta form sannleiksleitar. Fædros hentar öllum sem áhuga hafa á heimspekilegum efnum jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Þýðandinn Eyjólfur Kjalar Emilsson er í algjörum sérflokki þýðenda úr forngrísku, en hann ritar einnig inngang. Þýðingar Eyjólfs á Ríkinu, Gorgíasi og Samdrykkjunni hafa áður komið út hjá Lærdómsritunum.