4.900,- / 3.920,-
Einstein. Eindir og afstæði
Albert Einstein
Þorsteinn Vilhjálmsson þýddi og ritstýrði
Albert Einstein birti 5 greinar um eðlisfræði á árinu 1905. Greinarnar fjalla um stærð og eðli sameinda, um takmörkuðu afstæðiskenninguna og um skammtaeðli ljóss. Þær eru allar, hver með sínum hætti, undirstöðurit í vísindum og tækni nútímans. Greinarnar í bókinni hafa allar haft veruleg áhrif á sögu vísinda og tækni allar götur síðan þær birtust, til dæmis á mótun hugtaka eins og atóma og sameinda, á kjarneðlisfræði, öreindafræði og stjarnvísindi, og á alls konar tækni eins og GPS, ljósnema, tölvur, hljóðvarp og sjónvarp, farsíma, stafrænar myndavélar, fjarstýringar og þannig mætti lengi telja.
Útgáfuár: 2015