Borgfirðinga sögur

Íslenzk fornrit III

Borgfirðinga sögur

6.214,- / 4.971,-

Borgfirðinga sögur

Íslenzk fornrit III

Hænsa-Þóris saga greinir frá atburðum sem gerðust á árunum 961–65, en mun rituð seint á 13. öld. Hænsa-Þórir var maður óvinsæll sem auðgaðist af kaupskap, meðal annars sölu hænsna. Hann brennir inni ágætan höfðingja af litlu tilefni og hlýtur fyrir það makleg mála- gjöld. Sagan er snotur og vel sögð og efnið átakanlegt.


Gunnlaugs saga ormstungu er rituð seint á 13. öld. Hún hefst á spádraumi Þorsteins Egilssonar á Borg. Óborin dóttir hans, Helga hin fagra, birtist í drauminum sem væn álft, en ernir tveir berjast um hana með beittum klóm; þeir tákna skáldin Gunnlaug ormstungu og Hrafn Önundarson sem síðar berjast um ástir Helgu. Þetta er snilldarleg rómantísk harm­ saga sem hefur jafnan notið mikilla vinsælda bæði heima og erlendis.


Bjarnar saga Hítdælakappa líkist Gunnlaugs sögu að efni, en er miklu frumstæðari að list og mun rituð alllöngu áður. Hér eru það skáldin Björn Arngeirsson og Þórður Kolbeinsson sem keppa um ástir hinnar fögru Oddnýjar eykyndils. Sagan er höll Birni, en Þórður hreppir konuna og stendur að lokum yfir höfuðsvörðum andstæðingsins.


Heiðarvíga saga er að mörgu leyti frumstæð og fornleg enda oft talin elst allra Íslendingasagna. Fyrri hluti sögunnar hermir frá Víga-Styr, miklum ójafnaðarmanni sem fær makleg málagjöld er ungur sveinn vegur hann til hefnda eftir föður sinn. Í síðara hluta sögunnar segir frá ófriði milli Húnvetninga og Borgfirðinga og mikilli orrustu sem þeir háðu á heiðinni milli héraða. Sagan er illa varðveitt, og er fyrri hlutinn aðeins til í endursögn Jóns Ólafssonar úr Grunnavík.


Gísls þáttur Illugasonar greinir frá því hversu söguhetjan hefnir föður síns og vegur Gjafvald, hirðmann Magnúsar berfætts Noregskonungs. Íslendingar í Noregi styðja Gísl dyggilega undir forystu Teits, sonar Gissurar Skálholtsbiskups, og Jóns Ögmundarsonar er síðar var biskup á Hólum. Um síðir kemst Gísl í sátt við konunginn og skipar rúm Gjafvalds við hirðina. Þetta er fögur dæmisaga um dirfsku og staðfestu, drengskap og vináttu.

Borgfirðinga sögur

6.214 kr.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.