Bera bý

Karl Von Frisch

Bera bý

3.490,- / 2.792,-

Bera bý

Karl Von Frisch

Þýðing: Jón O. Edwald.
Inngang ritar Örnólfur Thorlacius.

Í þessu riti fjallar austurríski líffræðingurinn Karl von Frisch um tilraunir sínar með hunangsbýflugur sem eru einar þær merkustu í dýrafræði 20. aldar, en von Frisch varð sá fyrsti til að skýra eitthvert athyglisverðasta fyrirbæri dýraríkisins, táknmál býflugna. Hann var á langri starfsævi sinni einna fremstur í flokki þeirra vísindamanna sem rannsaka atferli dýra og hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar. Í þessari bók, sem byggð er á fyrirlestrum sem höfundur hélt við Cornellháskóla í Bandaríkjunum, segir hann frá tilraunum  sínum á alþýðlegan hátt með það að leiðarljósi að kynna leikmönnum uppgötvanir sínar og þær aðferðir sem hann beitti við rannsóknina. Tilraunir hans eru hugvitssamlegar og einfaldar en þaulhugsaðar og uppgötvanir um hegðun og eðli flugnanna hrífandi.

Bókin skiptist í þrjá kafla og skýrir sá síðasti sem fyrr segir frá áttaskyni hunangsbýflugna og hinum sérkennilega dansi sem þær nota til að tjá staðsetningu fæðunnar. Í hinum köflunum fjallar von Frisch um rannsóknir sínar á efnaskyni flugnanna og litaskyni þeirra, en hann sýndi fram á að þær greina liti og skynja þar að auki útfjólublátt ljós. Hér veitir hann leikum innsýn í aðferðir og hugsunarhátt vísindamannsins og víkur að ýmsum viðfangsefnum vistfræðinnar. Vísindamenn deildu hart um það hvort flugurnar tjáðu sig virkilega með eins nákvæmum og skýrum hætti og von Frisch taldi, og fannst ýmsum kenning hans eigna dýrum um of mannlega eiginleika, en þó fór svo að þær fengust að lokum staðfestar með óyggjandi hætti. Niðurstöðurnar eru stórmerkt umhugsunarefni hverjum þeim sem hefur áhuga á atferli dýra og þeirri spurningu að hvaða marki þau eru gædd hugsun og sálarlífi.

Í forspjalli sínu fjallar Örnólfur Thorlacius um feril von Frisch, uppgötvanir hans og atferli býflugna almennt.

Bera bý

3.490 kr.

Flokkur: