Austur, vestur og aftur heim

Jóhann Páll Árnason

Austur, vestur og aftur heim

6.900,- / 5.520,-

Austur, vestur og aftur heim

Flokkur:

Austur, vestur og aftur heim

Jóhann Páll Árnason

Greinarnar í þessu safni eru þverskurður af þeim margþáttuðu rannsóknum á sviðum félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á í gegnum tíðina. Flestar birtast þær á íslensku í fyrsta skipti.

Auk greinanna níu ritar Jóhann fróðlegan endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar um jafnt áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur fræðilegt mótunarferli sitt í sögulegt samhengi. Inngang ritar þýski heimspekingur‐ inn Axel Honneth.

Jóhann Páll Árnason er prófessor emerítus í félagsfræði við La Trobe‐háskólann í Melbourne í Ástralíu. Ungur að árum stundaði hann nám í Tékkóslóvakíu en lauk doktorsprófi við Frankfurtar háskóla árið 1970 undir handleiðslu Jürgens Habermas. Eftir hann liggur fjöldi verka á ensku, þýsku, tékknesku og öðrum tungumálum. Ítarlega ritaskrá Jóhanns er að finna í safninu.