3.300,- / 2.640,-
Ástarspekt
Stefán Snævarr
„Ástarspekt“ er gömul þýðing á orðinu „fílosofía“ sem orðrétt þýðir „viskuvinátta“. Höfundur velur bók sinni þetta heiti, því hann telur skynsemi og tilfinningar samofnar. Hann tæpir á þessu samkrulli, en önnur mál brenna enn meira á honum eins og kemur fram í efnisyfirliti: „Hið sanna: Heimspekin, skynsemin, þekkingin“ þar sem hann ræðir hlutverk heimspekinnar og eðli þekkingarinnar. „Hið góða: Siðamál, stjórnmál“ setur stjórnspekina mjög í fyrirrúm þó siðfræðin komi einnig við sögu. Stefán beinir sjónum sínum aðallega að frjálshyggjunni og gagnrýnir hana. Í kaflanum „Hið fagra: Listamál, skáldskaparmál“ ver hann skynsemishyggju um skáldskap og aðrar listgreinar. Loks er varað við þeim hættum sem steðja að íslenskri tungu.
Stefán hefur gefið út átta skáldverk. Einnig hefur hann birt fjölda ritgerða um aðskiljanleg efni í innlendum og erlendum blöðum, tímaritum og bókum. Ástarspekt er þriðja heimspekirit höfundar.