Áhrif Lúthers

Ýmsir

Áhrif Lúthers

7.900,- / 6.320,-

Áhrif Lúthers

Ýmsir

31. október á komandi hausti verða 500 ár liðin frá því að Marteinn Lúther birti mótmælagreinar sínar 95 sem hrundu af stað víðtækri þróun á sviði trúar, kirkju, samfélags og menningar í norðanverðri Evrópu.

Í tilefni af þessum tímamótum mun íslenskt háskólafólk gefa út safn 20 greina sem varpa ljósi á ýmsar hliðar þessara áhrifa. Greinarnar eru ritrýndar og þeim fylgja ítarlegar heimildaskrár. Þess er að vænta að þær varpi nýju ljósi á ýmsa fleti lútherskrar menningar á Íslandi í sögu og samtíð.

Ritstjórar: Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir

 

 

 

Áhrif Lúthers